Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 34

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 34
hefur hvílt slen og drungi, líkt og stundum sækir á ferða- menn í lognmollu, þegar haldið er á brattann. En þá er þess gott að minnast, að jafnskjótt og komið er upp á nýjan sjón- arhól, þar sem svalur andvari hrekur burt molluna, vex göngu- manninum ásmegin að nýju. Ég trúi því, að Keflavíkurgangan í dag hafi verið slíkur gustur, hollur og vekjandi. Og þá er að halda förinni áfram af endurnýjuðum þrótti. Og þó að einn og einn þreyttur maður dragist eitthvað aftur úr eða heltist jafnvel úr lestinni, mun áfram haldið á leiðarenda. Það munu líka margir bætast í hópinn. Kjarni íslenzkrar æsku, allir þeir, sem eiga það skap og þann metnað að fyrirlíta morðtól og mútufé, hljóta að taka undir kröfuna um brottför hersins og friðlýsingu landsins. Við Miðbæjarskóla og í skólaportinu stóð maður við mann Keflavíkurgangan hefur undanfarna daga vakið mikið um- tal hér í Reykjavík og vafalaust víðs vegar um land. Ég tel víst, að þorri hernámsandstæðinga hafi skilið, hvað fyrir for- göngumönnunum vakti: að þeir vildu leitast við með bar- áttuaðferð nýstárlegri hér á landi að vekja þá, sem dottað hafa á verðinum, og sýna jafnframt og sanna, að þeir vildu nokkuð á sig leggja, til að mótmæla með eftirminnilegum hætti 20 ára hernámi. — Og mótmælagangan hefur einnig vakið ærna athygli og nokkurn taugaóstyrk í röðum hernáms- sinna. Því þó að þeir viti, að hér séu friðmenn á ferð, flýgur þeim máski í hug, hver orðið hafa örlög Bandaríkjaleppanna í Suður-Kóreu og Tyrklandi — að ógleymdum þeim atburð- um, sem eru að gerast í Japan. Inn í hugskot þeirra mætti gjarna læðast sá grunur, að engin þjóð þoli endalaust smán erlendrar íhlutunar. Dagar reikningsskilanna koma, fyrr eða síðar, og þá verða innlend handbendi hins erlenda valds um- komulausari og aumkunarverðari en nokkrir aðrir. Sá dagur, sem nú er að kvöldi kominn, hefur sýnt það og sannað, að íslenzkir hernámsandstæðingar eru að hrista af sér værðarmók síðustu missira. Þó að skoðanir okkar séu skiptar um margt, megum við ekki láta það hindra sameig- inlega barátta fyrir því, er við hljótum að setja öllu öðru of- ar, unz úrslitasigur er unninn og fáni Islands blaktir á ný yf- ir friðlýstu landi. Rök okkar eru einföld og ljós, stefna okkar skýr. Hún er þessi: Þess vegna gekk ég Áhugann á göngunni má sjá á því að einn göngumaður kom gagngert austan úr Holtum til að fylla þann flokk, sem mótmælti herstöðvunum með 50 km göngu. Hann heitir Gunnar Bj. Guðmundsson frá Heiðarbrún, 19 ára gamall. Hér gerir Gunnar stutta grein fyrir. því, hvers vegna hann tók þátt í göngunni. Gunnar Bj. Guðmundsson: Með göngunni í gær sýndum við vilja okkar til að losa þjóð okkar og land undan þeirri smán að vera í bandalagi við andstæðinga okkar. Þessi ganga hafði táknrænt gildi. Hún sýndi og sannaði að það eru til þjóðhollir íslendingar, sem vilja leggja eitthvað á sig til að ná langþráðum takmörkum. Þegar forfeður okkar komu hingað til lands fyrir meira en þúsund árum, námu þeir hér land til þess að geta lifað frjálsir og óháðir í stað þess að láta harðstjóra kúga sig undir hald sitt. Strax á fyrstu öld íslenzku þjóðarinnar komu hingað til lands erlendir sendiboðar, sem vildu ýmist koma Islendingum undir stjórn Noregs- eða Danmerkurkonunga. En lengi vel fóru þessir sendiboðar hinar mestu hrakfarir og sumir þeirra komu aldrei aftur á fund höfðingja sinna. Þegar tók að líða á 13. öldina fóru íslenzkir höfðingjar að leita mjög vinfengis Noregskonunga og hugðust með því styrkja völd sín hérlendis, en það varð til þess að þjóð okkar tapaði sjálfstæði sínu á árunum 1262—1264. Þá hófst margra alda niðurlægingartími, þar sem erlendir þjóðhöfð- ingjar sveltu og féflettu þjóðina í sérhagsmunaskyni. En með öllum kynslóðum voru þó uppi menn, sem vildu endurheimta fornt frelsi og þoldu engan yfirgang erlendra afla, og til að framfylgja vilja sínum urðu þeir stundum að beita valdi, enda fóru þeir erlendu hinar aumustu hrakfarir. Vér minnumst þess úr sögunni þegar norskur sendimaður, Krók-Álfur, var rekinn af þingi Norðlendinga. þegar Ormur Ásláksson og Jón skalli biskupar á Hólum, hinir mestu fjár- kúgarar, voru reknir utan, þegar Smiður hirðstjóri og félagar hans voru drepnir í Grundarbardaga, þegar yfirgangsseggnum Jóni Gerrekssyni var drekkt í Brúará, þegar ensk.ir ræningjar, um áttatíu að tölu, voru drepnir við Mannskaðahól, þegar Lénharður fógeti var drepinn, og loks minnumst vér þess þegar danskur embættismaður, Diðrik frá Minden, sem fór um rænandi og ruplandi með óaldaflokk, var drepinn af ís- lenzku alþýðufólki. En í kringum þá sem beittu andspyrnu gegn erlendu kúg- unaröflunum stendur brennandi frægðarljómi, sem skín inn í hug hvers þess manns sem les söguna. 32 Keflavíkurgangan

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.