Keflavíkurgangan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 35

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 35
Við viljum endurvekja heilbrigðan þjóðarmetnað íslend- inga og trú þeirra á, að þeim sé eftirsóknarvert og kleift að búa einir í landi sínu við óskorað sjálfstæði. Við viljum vekja þjóðina til þeirrar virðingar fyrir sjálfri sér, að hún kjósi með fordæmi sínu að fylgja fram eftir fremsta megni kröfunni um afvopnun og alheimsfrið. Með þessum hætti viljum við styðja af alefli þá stefnu, að herveldin, jafnt í austri sem vestri, hverfi á burt með heri sína úr löndum annarra þjóða og slíðri síðan ógnarvopnin. Hlutlaust ísland á að vera framlag íslenzku þjóðarinnar í þjónustu lífs og friðar. Magnús Kjartansson: Svo lengi geta menn búið við óþrif að þeir verði samdauna þeim og hætti að veita þeim athygli. Ef menn ganga lengi undir fargi verður byrðin hluti af þeim, þeir kreppast og bogna og finnst það eðlilegt og óhjákvæmilegt að geta ekki gengið uppréttir. Einmitt þannig er nú verið að reyna að leika okkur íslendinga. Það er verið að gera okkur samdauna her- náminu, venja okkur svo við farg erlendrar hersetu að við göngum ekki framar upprétt í landi okkar. I meira en 20 ár hafa erlendir herir dvalizt hér á landi, og verulegur hluti þjóðarinnar þekkir ekki annað ástand af eigin raun. Öll saga íslenzka lýðveldisins er hernámssaga, líkt og ákvæði hafi ver- ið sett um það í stjórnarskrána að við skyldum lifa undir erlendu oki um alla framtíð. Og hið erlenda vald reynir að venja okkur við áhrif sín og yfirráð á öllum sviðum; nú síð- ast hafa erlendir sérfræðingar þess fyrirskipað okkur hvernig við eigum að haga efnahagsmálum okkar; það hefur verið sett nýtt hernámsgengi á íslenzku krónuna, reiknað út af bandarískum sérfræðingum og íslenzkum aðstoðarmönnum þeirra; við erum látin greiða hernámsverð fyrir nauðsynjar okkar og fyrir vinnu okkar fáum við skammtað hernáms- kaup. Þannig er á öllum sviðum reynt að gera hernámið að hluta af lífi okkar, að einskonar náttúrufyrirbæri eins og and- rúmsloft, sól og regn; það er verið að reyna að gera herbúðir og morðtól og stríðsdáta að hluta af íslenzku landslagi eins Þegar tók að líða á átjándu öldina taka fjötrarnir smám saman að rakna vegna drengilegrar baráttu beztu sona ís- lenzku þjóðarinnar á þeim tíma. Sú barátta einkenndist af ósérplægni, staðfestu og sterkum vilja til að verða þjóð sinni að gagni. f þeirri baráttu ber mest á Jóni Sigurðssyni, hinum ódeiga baráttumanni, sem vildi og þorði að standa þar sem eldurinn var heitástur, enda er nafn hans geymt innst inni í hjarta hvers þess manns sem með réttu getur kallar sig fs- lending. í framhaldi af baráttu hans öðlaðist land okkar full- veldi 1918 og lýðveldi var stofnað 1944. Á síðustu tuttugu árum hafa verið að ske alvarlegir at- burðir í sjálfstæðismáli okkar, atburðir sem skilja eftir sig djúp sár í vitund margra, atburðir sem skiptu okkur meira máli en nokkuð annað. Það byrjaði árið 1940, þegar brezkt lið hernam land okkar. Síðan rak hver atburðurinn annan, sem einkenndist af nauð- samningum, blekkingum og svikum gagnvart þjóð okkar, þar sem við höfum verið látnir bindast harðstjórum og nýlendu- kúgurum í hernaðarbandalag til að viðhalda styrjaldarótta í heiminum, svo að vopnaframleiðsla bandarískra auðjöfra minnkaði ekki. Skilyrðislaus krafa okkar allra er úrsögn úr Atlanzhafs- bandalaginu og uppsögn hins svokallaða verndarsamnings. Við viljum ekki vera í bandalagi við Breta sem hafa sýnt okkur meiri fjandskap en nokkur önnur þjóð. Við hefðum ekki átt að vera í bandalagi við Syngman Rhee, sem sagður var vera ástríkur faðir og verndari þjóðar sinnar. Við eigum ekki að vera í bandalagi með hollenzkum og belgískum nýlendukúgurum. Við eigum ekki að vera í banda- lagi við Vestur-Þýzkaland þar sem styrjaldarstefnan og naz- isminn hreiðraði um sig. Það er smán fyrir okkur að hafa verið í bandalagi við tyrk- neska stjórn sem myrti þegna sína. Við krefjumst þess að stjórn fslands hætti að lúta svo lágt að taka afstöðu með stríðsæsingamanninum Sjangkai Sék. Forystumenn okkar eiga ekki að fylgja Franco á Spáni, sem brauzt til valda og drap sína eigin landa með aðstoð þýzkra nazista. Við eigum ekki að vera í bandalagi við franska stjórn, sem hefur unnið sér það helzt til frægðar að ætla að drepa alla Alsírbúa, og við ætlum okkur ekki að vera í bandalagi við Bandarikjastjórn sem stendur á bak við alla nýlendukúgara og styður þá hernaðarlega og ætlar sér með því að vernda dauðadæmt skipulag. Þjóð vor er of stolt af sögu sinni og fornum afrekum, bæði bókmenntalegum og líkamlegum, til að þola smán er- lendra leppa þeirra mótaðgerðalaust, og andstæðingar her- námsins er afl, sem á ekki að letja aðgerða. Tökum höndum saman og notum hvert tækifæri sem gefst til virkrar baráttu, svo ísland megi aftur verða alfrjálst. Keflavíkurgangan 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.