Keflavíkurgangan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 36

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 36
og fjöll og blóm og bjartar nætur. Þegar stjórnarherrarnir halda ræður á hátíðisdögum telja þeir hernámið svo sjálfsagt að þeir eru hættir að minnast á það; heldur vitna þeir um það af fjálgleik hvernig hugsjónir Jóns Sigurðssonar hafi rætzt, eins og hann hafi starfað og barizt til þess að yfir- drottnun stórveldis tæki við af kúgun smáríkis. Þeir vitna ófeimnir í ljóð þeirra skálda sem áttu fegursta frelsisdrauma, líkt og það frelsi sem þau sáu í hyllingum sé nú hlutskipti okkar. Þegar þeir syngja ,,Eg vil elska mitt land“ 17. júní eiga þeir einnig við að þjóðin eigi að elska sitt hernám. Þetta er hættulegast af öllu, sljóleikinn, sinnuleysið, að menn venjist svo dauninum að þeir haldi að hann sé ferskt loft. Hernám Islands hefur aldrei verið lagt undir dóm þjóð- arinnar, Islendingar hafa aldrei samþykkt neinn áfanga her- setunnar. En í stað samþykkis þjóðarinnar er reynt að treysta á afskiptaleysi hennar, að hún taki hernáminu þegar til lengd- ar lætur eins og einhverju óviðráðanlegu slysi, einhverjum örlagadómi sem ekki verði hnekkt hversu fegnir sem menn vilja. Þessvegna situr herinn hér enn sem fastast þótt rúm fjögur ár séu liðin síðan alþingi samþykkti að hann skyldi víkja héðan. Við sem í dag höfum gengið um þann hluta af landi okkar sem næstur er smán og lífshættu hernámsins höfum gert það til þess að hvetja hvert annað og þjóðina í heild til virkrar baráttu gegn hernáminu. Við erum hér saman komin til þess að minna á það að hernámið er sjálfskaparvíti; það er á valdi 75 segja frá: Við vorum 227 alls, sem snerum baki við herstöðvunum á Keflavíkurflugvelli og lögðum í gönguna. Fleiri samherjar voru mættir við Natospjaldið þennan morgun, til þess að mótmæla herstöðvunum, meðal þeirra mátti kenna hinn aldna ungmennafélagsforingja og baráttumann Þórhall Bjarnarson prentara. Gangan vakti strax sterkan samhug allra þátttakenda og þeim mun meiri og glaðari sem lengur leið. Þegar dró nálægt höfuðborginni var ljóst, að þetta var ekki einungis sóknarganga fárra þrautseigra hernámsandstæðinga og friðarsinna, heldur stórfengleg sigurganga undir kröfunni um ævarandi hlutleysi landsins og brottvikningu hersins. Þúsundir bættust í hópinn og við leiðarenda hafði gangan nær fimmtugfaldast. Þetta var orðin einhver stærsta hópganga, sem sézt hefur á íslandi, — sannkallaður þjóðhátíðarauki. Ég notaði hverja stund í hvíldum á göngunni til þess að eiga viðtöl við þátttakendur. Ég lagði eina og sömu spurningu fyrir hvem og einn: Hvað var það, sem knúði þig til þess að taka þátt í Keflavíkurgöngunni? okkar, fólksins í landinu, að velta af okkur farginu hvenær sem við viljum. Aðstæður eru nú þannig í heiminum að það er ekki unnt að beygja okkur andartaki lengur en við viljum vera bogin. Við sönnuðum það sjálf fyrir tveimur árum þeg- ar við neituðum að hlíta valdboði hinna svokölluðu vernd- ara okkar og bandamanna og stækkuðum landhelgina í 12 mílur; stórveldin hafa neyðzt til þess að sætta sig við ákvarð- anir okkar og munu verða að halda því áfram ef við hvikum hvergi sjálf. Við höfum séð það síðustu vikur og mánuði hvernig fólkið hefur risið upp x einu landinu af öðru, boðið steigurlátum stjórnarherrum byrginn og sópað þeim til hlið- ar í sókn til aukins frelsis. Einmitt í slíkri baráttu fólksins sjálfs er lýðræðið fólgið. Við skulum hætta að einblína á herr- ana í alþingishúsinu og stjórnarráðinu og ákvarðanir þær sem þeim þóknast að taka; meirihluti þeirra manna sem þar situr nú mun aldrei vinna neitt annað til þarfa í hernámsmálunum en það sem fólkið í landinu knýr þá til að gera. Það erum við, alþingi götunnar, stjórnarráð heimilanna, sem verðum að taka ákvarðanir okkar og tryggja með baráttu að þær verði fram- kvæmdar. Við höfum rætt um hernámsmálið í 20 ár. Röksemdirnar gegn hernáminu hafa aldrei verið augljósari og ómótmæl- anlegri en nú; hver landsmaður geymir þær í huga sínum og hjarta. En nú verðum við að finna leiðir til þess að breyta vitneskju okkar um andstyggð hernámsins í lifandi athafnir. Við þurfum að þoka vananum og afskiptaleysinu til hliðar Menn voru á engan hátt valdir úr til þess að svara þessari spurningu, jafnan var snúið sér að þeim, sem var hendi næst og svörin öll sögð samstundis. Og hér koma þau svör, sem tími vannst til að skrifa. Gunnar M. Magnúss. Magnús A. Árnason, listmálari: Það var bókstaflega skylda mín að taka þátt í þessu. Ég vona, að þetta verði árangursríkt spor í áttina til þess að við hreinsum Island af þessum ófögnuði. Ása Ottesen, frú: Þessi forsmán, sem íslendingum er gerð með hersetunni, stofnar tungu, þjóðerni og efnahag í voða. Sigurjón Þorbergsson, fjölr.: Það, að vekja athygli á máli, sem hlýtur að vera aðalþjóð- mál íslendinga. Jóhannes B. Jónsson, iðnnemi: Samvizkan. Ég hefði ekki haft góða samvizku, ef ég hefði ekki verið þátttakandi til þess að bæta fyrir syndir feðranna. 34 Keflavíkurgangan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.