Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 41
Þorvarður Örnólfsson:
Fyrir meira en fjörutíu árum beindist athygli heimsins að
friðarfána, er lítil þjóð dró að hún — á degi fullveldis. Þetta
friðartákn lýsti einstæðu áformi fátækrar smáþjóðar, er hún
hóf sjálfstæða þátttöku í samskiptum þjóðanna. Það gat raun-
ar ekki talizt marka nein meiri háttar þáttaskil í sögu stríðs
og friðar. En bak við það mátti sjá í hillingum þá framtíð,
sem var dýpsta þrá alls mannkyns.
Það munu sumir segja, að yfirlýsingin um ævarandi hlut-
leysi fslands hafi borið vitni um nokkra glámskyggni á fram-
vindu samgangna og hertækni. Vera má hún lýsi þó framar
öllu trú einnar kynslóðar á manndóm og giftu afkomendanna.
Víst er það, að ekki geta allir íslendingar svarið af sér ábyrgð
þess, hvert orðið hefur hlutskipti hins fagra merkis, sem eitt
sinn var svo nátengt hugsjóninni um frið á jörð.
Það er nokkur bót í máli, að sú atburðarás hófst án til-
verknaðar fslendinga sjálfra og án þess að þjóðin fengi um
það ráðið. Fyrir tuttugu árum var það, að morgni hins 10.
maí. Þann dag fyrstan hékk útlendur gunnfáni við hliðina á
íslenzku friðartákni.
Þessa atburðar megum við nú minnast, og muna hitt þó bet-
ur, að enn í dag býr hinn islenzki þjóðfáni við návist erlends
herfána; að sá fáni, sem eitt sinn var vígður ævarandi hlut-
leysi, hann hefur nú í meir en ellefu ár orðið að prýða híbýli
herbandalags; að sá fáni, sem vera skyldi um aldur merki
vopnlausrar þjóðar, hann hefur nú í full níu ár orðið að horfa
yfir vígbúnar sveitir útlendinga á íslenzkri grimd.
Nú, eigi síður en fyrir fjórum áratugum, þráir mannkynið
öryggi og frið.
Friði til varðveizlu bíða óvígir milljónaherir kallsins að
fara í stríð.
öryggis vegna rísa himinháir kestir kjarnavopna í austri
og vestri og bíða kveikjunnar að tortíma öllu lifi.
í skugga þeirra hnípir þjóðfáni íslendinga, fagurlitur sem
fyrr, blár, hvítur, rauður, en nú löngu ræntur þeim einstæða
Ijóma, sem hann eitt sinn átti, merki hinnar hlutlausu og
vopnlausu þjóðar.
Þann ljóma gæti hann öðlazt aftur. Hvort svo fer, það er
undir engum komið nema oss sjálfum. Hér er engu að tapa
— allt að vinna. Og það væri meira en Islands ávinningur.
Allar þjóðir hefðu ástæðu að fagna, ef vér legðum niður her-
stöðvar og lýstum á ný yfir ævarandi hlutleysi þessa lands.
Það verður alls ekki neinum rökum stutt, að herstöðvar á
Islandi séu sú friðarvernd, sem ekki megi án vera, hitt miklu
fremur, að stofnazt gætu af þeim atburðir, er leiddu til styrj-
aldar. Þær eru næsta hæpið framlag til friðar.
En hlutlausir og vopnlausir gætum vér hinsvegar með fullri
vissu innt af hendi einstakt hlutverk í þágu varanlegs heims-
friðar. Því að undirstaða friðarins, endanleg lífsvon þessa
mannkyns, er ekki fólgin í vilja og afli þjóðanna að berjast
fyrir friðinn, heldur í sérhverri viðleitni þeirra að lifa saman
Barbara W. Árnason, listmálari:
Það er tvennt: vegna barnanna minna og þeirra, sem ekki
nenna. Þó að ég sé útlendingur hef ég áhuga á þeirri þjóð-
legu baráttu, sem hafin er gegn hernum.
Gísli Gunnarsson, stúdent:
I stuttu máli sagt: ég reyni á allan hátt að sýna andstöðu
mína gegn hernum. Þetta er eitt tækifærið og þessvegna
geng ég glaður.
Magnús Jóhannesson, rafvirki:
Engin þjóð vill hafa erlendan her í landi sínu. Ég vil með
göngunni taka þátt í að vernda menningu þjóðar minnar.
Björgvin Óskarsson, stúdent:
Gat ekki hugsað mér að sitja hjá. Allt sem gert er í átt-
ina er betra en ekki neitt.
Guðmundur Magnússon, verkfræðingur:
Mér fannst gangan alveg sjálfsögð. Það hefur komið í ljós,
að almenningur og blöðin hafa farið að tala um þetta. Það
gæti orðið upphaf nýs starfs.
Jónas Árnason, rithöfundur:
Hvað er sjálfsagðara?
Björgvin Ólafsson, prentari:
Herinn skapar lífshættu og voða fyrir þjóðina. Ég álít, að
harn hangi hér enn vegna þess að þeir sem ráða þora ekki
að láta þjóðina greiða atkvæði um dvöl hans í landinu.
Jón Norðdahl, verzlunarmaður:
Með göngunni sýnum við andstæðingunum áþreifanlega að
við erum í sókn.
Kristín Jónasdóttir, frú:
Mér svíður mjög sárt að hafa erlendan her á íslenzkri
grund. Ég tek þátt í baráttunni til þess að losna við þá smán
og það böl, sem hernámið er okkur og hlýtur að vera hverri
þjóð.
Haukur Einarsson. prentari:
Ég álít að hersetan grafi undan efnahagskerfi þjóðarinnar
og sljóvgi æskuna og að það sé lífsnauðsyn að losna við þetta
úr landinu.
Keflavíkurgangan
39