Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 47
er gömul, en hún gefur hugboð um, að ekki hafi alltaf verið
friðsamt í firðinum. Ýmsar sögur ganga þar um orustur milli
Islendinga og Englendinga og Englendinga og Þjóðverja. Að
lokum tókst Þjóðverjum eða Hansamönnum eins og kaup-
menn þýzkir nefndust í þá daga að hrekja Englendinga þaðan.
Þá sátu Englendingar enn um skeið við Straumsvíkina. Ár-
ið 1486 gerðu þeir herhlaup þaðan á Hafnarfjörð, tóku þar
þýzkt skip herskildi og nokkurn hluta áhafnarinnar. Þeir
sigldu með aflann til frlands og seldu þar skipið og mennina
11 að tölu. Það er hið síðasta, sem hunnugt er um þrælaveið-
ar á íslandi, unz Hundtyrkinn kom hingað 1627.
Suður Vatnsleysuströnd héldu herskarar úr Hafnarfirði og
af Innnesjum aðfaranótt þess 11. júní 1532, um 280 manns
segir i heimildum. Þeim leiðangri var stefnt að herbækistöð
Engilsaxa við Grindavík, og var hún tekin um óttuskeið með
snörpu áhlaupi, og féllu þar 15 Englendingar. Árið 1470 skip-
ar Einar Ormsson á Hvoli í Hvolhreppi ,,að láta syngja sálu-
messu eingelskum, er slegnir voru í Grindavik af mínum
mönnum". Það er eina heimildin um þann mannslag, og litlu
ýtarlegri eru frásagnir um Erlend Þorvaldsson sterka, lög-
mann á Strönd í Selvogi, en hann fór að Englendingum í
Grindavik 1539, felldi þar nokkra menn og stökkti Englend-
ingum endanlega af meginlandi fslands í það sinn.
Heimildir verða rækilegri þegar kemur að miðri 16. öld. Þá
eru Þjóðverjar um skeið mestu ráðandi á Suðurnesjum. Þá
riðu þeir um Vatnsleysuströnd og höfðu jafnvel umboðsmann
hans hátignar Danakonungs, Kristján skrifara, í taumi eða
létu hann hlaupa fyrir hestum sínum og vísa sér á konungs-
skreiðina. Hér fara Norðlendingar suður á Romshvalanes 1551,
þegar þeir drápu þennan trúa konungsþjón til hefnda fyrir
Jón Arason og syni hans.
Meðan Suðurnes voru í hershöndum útlendinga, voru á
ýmsan hátt uppgangstímar á íslandi, en ærið eru þær fáu lýs-
ingar, sem varðveitzt hafa, ófagrar á högum manna þar um
slóðir. Erlendir ribbaldar rændu bændur og bundu, en höfðu
konur þeirra með sér um borð í skip sín, þegar þeim bauð
svo við að horfa.
Eftir siðaskipti eignaðist konungur flestar jarðir á Suður-
nesjum, m. a. allar jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi nema
Kálfatjörn, sem var kirkjulén, og nokkur kot lágu þar undir,
en í rauninni átti kóngurinn einnig kirkjuna. Þá þótti heldur
illt að búa á ströndinni. f Jarðabók Árna Magnússonar segir
t. d. um Ytri Njarðvík:
„Kvaðir eru mannslán um vertíð. Item extra ordinarie reið-
ar og reisur innan um sýsluna, hvenær sem til er kallað vet-
ur og sumar, og þykir ábúandanum þetta stór þungi og seg-
ist margoft af því hafa baga liðið á síns heimilis nauðsynjum
og til þessa sjálfur orðið að kosta sinn reiðhest með eldi und-
ir reisuna og eftir. Þar segir hann enn fremur uppá sig sé
lagt að meðtaka um hávetur mötur og reisuplögg þessi verk-
fólks, sem um vetur inn kemur til Bessastaða, og þar ræðst til
áróðra á kóngsskipin, sem á Stafnesi ganga, þegar fyrrgreind-
Keflavíkurgangan
45