Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 49

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 49
og Suðurnesin. En allir dagar eiga kvöld. Suðurnesjamenn hafa skapað þessari þjóð mikinn auð með afla sínum og alið henni marga ágætismenn á ýmsum sviðum. Sveinbjörn Egils- son rektor var frá Innri-Njarðvíkum, Jón Thorchillius rektor frá sama stað, svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Hér hafa íslendingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt unn- ið sigur að lokum, þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margs konar orustuvellir á íslandi, en utan Suðurnesja eru þeir eingöngu tengdir minningum um bræðravíg, hryggi- lega sundrungu íslendinga sjálfra, sem leiddi til þess að þeir fóru flokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réðust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum. „Gullkista" Suðurkjálkinn eða Reykjanesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröllaukinn öldubrjótur út á einhver beztu fiskimið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runn- um nokkru fyrir landnámsöld, hrjóstrugur og grettur, en þó einhver mesta landkostasveit á Islandi. Um Suðurkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engja- lönd eru nær engin og túnrækt hefur verið miklum erfiðleik- um bundin til þessa; hér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður eru kjarngóð beitilönd á Suðurkjálkanum og bújarðir góðar. Þar hefur búpeningur gengið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akurlönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við túnfótinn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Vogastapi, sem nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gull- kista í sóknarlýsingu frá 19. öld ,,af því mikla fiskiríi, er tíðk- að var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nótt- um“. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringu- sýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi; tekur hann þar beztu beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þama hafa fiskiveiðar tekið miklum fram- förum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin í notkun“. Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; ein- hverra þeirra sagna verður síðar getið. Undir Vogastapa eru Njarðvíkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auðsældarinn- ar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Botnvörpungar eyðilögðu miðin á flóanum og menn tóku til við vígvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni. — Jú, jú. Mjög ánægður. Þetta hafði þau áhrif á mig, að ég hef aldrei verið eins líkamlega hress síðan ég fékk veik- indaáfallið og eftir þessa göngu. — Áttirðu von á því, að gangan og fundurinn myndu verða svona fjölmenn? — Nei, ekki bjóst ég nú við því. En aldrei um mína ævi hefur mér liðið betur en þegar lagt er út í einhverja tvísýnu. Á meðan maður getur það á maður eitthvað eftir. Það er kannske mesta hamingjan í lífinu að eiga hugsjón til þess að berjast fyrir. — Hvaða áhrif heldurðu að gangan hafi? — Ég er viss um að hún hefur mikil áhrif. Mönnum er far- ið að ofbjóða, hvernig allt er látið fyrir peninga. Og svo sjá menn líka dæmin, hvernig þeim þjóðum hefur farið, sem líkt er ástatt um og okkur, að þær hafa herstöðvar í landi sínu og þiggja fé fyrir af Bandaríkjamönnum svo sem Tyrkir, Kóreumenn og Japanir. Þetta er bara í smærri stíl hjá okk- ur. — Það var sérstaklega ánægjulegt að ganga með þessum ungu drengjum, segir Sigurður, því að það eru þeir, sem taka við af okkur gömlu mönnunum. Þar er framtíðin í góðum höndum. Það þarf ekki að ganga fyrir þá. — Þú ert að verða sjötíu og tveggja ára, er það ekki? — Ég varð 72 ára í gær, segir Sigurður og hlær við. Ég sagði alltaf að ég ætlaði að ljúka þessu fyrir afmælið mitt. — Hvert heldur þú, að næsta skrefið ætti að vera í bar- áttunni fyrir brottför hersins og fullu sjálfstæði landsins? — Ég veit ekki. Það verður að undirbúa það vel og fá um það góða samstöðu. Aðalatriðið er að vera alltaf nógu vak- andi og fylgja því eftir, sem gert er. Að svo mæltu býst Sigurður til brottfarar ásamt drengjun- um fjórum, sem eiga að erfa landið frjálst og óháð. S. V. F. ■i^I KEFLAVÍKURGANGAN Útgefandi: Framkvæmdaráð Keflavikurgöngunnar Ritstjórn: Einar Bragi (ábm.), Gils Guðmundsson, Hannes Sigfússon, Jónas Árnason Myndamót: Litróf h.f. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Keflavíkurgangan 47

x

Keflavíkurgangan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.