Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 50
Stapadraugur og steinar
Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en aft-
urgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafnvel
ofan höfuðin fyrir tækni nútímans. Á fyrri helmingi 19. ald-
ar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þar
miklir reimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn,
sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og
svöngum í misjöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur.
Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var
borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit
það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað
við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síð-
ar, en aðrir, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Sá er úti varð
gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi
Jón Daníelsson draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra.
,,Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður
til hins neðsta og versta helvítis, þaðan sem hann væri kom-
inn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum“. Eftir það
hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrir-
mælunum.
Voga-Jón var talinn framsýnn og margfróður. Eitt sinn á
gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óheppinn
með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppninni. Jón
sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Voga-
stapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það
fullt af malarsteinum, og færa sér. Sá óheppni gerði svo. Jón
leitaði í austurtroginu, brá steinunum í munn sér og þefaði
af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og
fékk manninum, og sagði að hann skyldi jafnan hafa hann
með sér er hann réri til fiskjar. Eftir þetta brá svo við, í hvert
skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með
háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar
svo hafði gengið um hríð, sagði karl hásetanum, hvað Jón
Daníelsson hefði gefið sér og sýndi honum steininn. Eftir það
brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann
það mælgi sinni.
Hafnarfjörður
Til Hafnarfjarðar bar Herjólf og Hrafnaflóka fyrsta manna
endur fyrir löngu og fundu þeir hvali á eyri einni, er við þá
er kennd. Ekki er vitað hvort Flóki hefur skírt fjörðinn, en
þar hefur löngum þótt góð höfn. Hafnarfjörður er í senn eitt
elzta og yngsta kauptún landsins. Þar var höfuðbækistöð Eng-
lendinga hér á 15. öld og helzti verzlunarstaður landsins. Um
1470 tóku Þjóðverjar eða Hansamenn, eins og kaupmenn
þeirra nefndust í þann tíð, að venja hingað komu sína og bol-
uðu Englendingum smám saman burt úr Hafnarfirði. Talið er,
að úrslitaorustan hafi staðið um 1518. Eftir það réðu Þjóð-
verjar einkum frá Hamborg mestu í Hafnarfirði um skeið, og
þar mun siðabót Lúthers fyrst hafa fest rætur hér á landi.
Árið 1537 stendur þar vönduð kirkja, sem Þjóðverjar höfðu
reist. Um þær mundir og lengi siðan var Reykjavik bóndabýli,
venjulega nefnd Vik á Seltjarnarnesi.
Fram til loka 18. aldar var utanríkisverzlun Islendinga og
aðflutningur til landsins nær eingöngu í höndum útlendinga,
sem sátu hér í helztu verzlunarhöfnunum. Islenzk borgara-
stétt á upphaf sitt í Hafnarfirði eins og svo margt annað.
Fyrsti íslenzki kaupmaðurinn, Bjarni Sivertsen, hóf verzlun
í Firðinum 1793. Hann stundaði einnig útgerð óg skipasmíðar,
og hljóp fyrsta skipið af stokkunum í skipasmíðastöð hans
árið 1803. Atvinnusaga Islendinga var um skeið mjög tengd
Hafnarfirði. Allt um það er borgin ung, því að kaupstaðarrétt-
indi fær hún fyrst árið 1907.
Flensborgarskólinn er elzti gagnfræðaskóli landsins, stofn-
aður 1877, kenndur við verzlunarhús kaupmanna frá Flens-
borg. Þau stóðu út með firði að sunnan, og var skólinn þar
fyrst til húsa. — I Hafnarfirði var sett fyrsta rafmagnsstöðin
hér á landi, 1904.
Milli Hafnarfjarðar og Kópavogs
Þegar kemur út úr Hafnarfjarðarhrauni við Engidal, hefst
Garðahreppur og hverfið Silfurtún. Uppi á ásnum við Vífils-
staðaveg standa Hofstaðir. Þar hefur verið hof í heiðni; Ing-
ólfur Arnarson og niðjar hans hafa gengið þar að blótum.
Þarna er sennilega elzti helgistaður í nágrenni höfuðborgar-
innar. Þaðan blasir Helgafell vel við, en menn trúðu því senni-
lega hér um slóðir, að þeir settust þar að eftir dauðann.
Vífilsstaðir eru kenndir við leysingja Ingólfs, en sá fann að
lokum öndvegissúlur húsbónda síns reknar fyrir neðan heiði.
Þjóðsögur herma, að hann hafi brugðið sér á morgnana upp
á Vífilsfell til þess að skyggnast til veðurs, en litist honum
það bærilegt, tók hann annað Maraþonhlaup út á Gróttu til
róðra. — Vífilsstaðahælið tók til starfa 1910.
Hraunið gegnt Bessastöðum austan Lambhúsatjarnar nefn-
ist gálgahraun, en Gálgaklettar eru allháir nær hraunbrún-
inni. Þeir blasa vel við úr stofugluggum á Bessastöðum, og
er sagt, að þessi aftökustaður hafi verið ákveðinn, til þess að
höfðingjar staðarins þyrftu ekki að ómaka sig að heiman, en
gætu fylgzt með athöfnum við Gálgakletta úr híbýlum sínum.
I nágrenni klettanna hefur fundizt mikið af mannabeinum.
Dysjar sakamanna
Arnarneslækur fellur í Arnarnesvog, en býlið Arnarnes stóð
við vogsbotn. Uppi á nesinu stendur steinstólpi mælinga-
manna, en skammt frá er dálítil þúst; þar er huslaður Hinrik
nokkur Kules, þýzkur maður, en hann drap mann nokkurn á
Bessastöðum á jólanótt 1581, og var sjálfur tekinn af ,,á al-
mennilegu þriggjahreppa þingi“ í Kópavogi.
Arnarnes, Hofstaðir og Vífilsstaðir eru í Garðahreppi, en
Kópavogur og Fífuhvammur í Kópavogskaupstað, og verða
mörk kaupstaðar og hrepps á landamerkjum þessara jarða.
48
Keflavíkurgangan