Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 59
BÓKMENNTAFÉLAGIÐ MÁL OG MENNING
„Aldrei í íslandssögunni hefur þjóðin orðið að þola aðra eins
niðurlægingu og 30. marz, aldrei hafa á alþingi Islendinga
setið menn jafn litlir fyrir sér sem hinir 37 eða jafn sljóir
fyrir virðingu þjóðar sinnar. Aldrei hefur illur málstaður verið
varinn með eins óhreinni tungu og atlantshafsplaggið, utan
þings og innan, dagblöð stjórnarflokkanna aldrei sem dagana
síðan 30. marz lagt eins að sér að gera svart hvítt, telja þjóð-
inni það vernd sem er henni lífsháski. Aldrei hefur Islending-
um verið boðið upp á jafn heimskulegan málflutning, jafn
augljósa blekkingu."
Tímarit Máls og menningar, maí 1949
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stækkar með 21. árgangi upp í 5 hefti á ári. 3. hefti 1960 er
nýkomið út. Árgangurinn verður að minnsta kosti 400 blað-
síður. Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Jakob Benediktsson
og Sigfús Daðason.
Gegn 250 kr. árgjaldi fá félagsmenn Máls og menningar
á þessu ári tvær bækur ásamt Tímaritinu. Auk þess fá þeir
25% afslátt af öllum útgáfubókum Heimskringlu.
Það sem af er þessu ári hefur Heimskringla gefið út
eftirtaldar bækur:
Þórbergur Þórðarson: RITGERÐIR 1924—1959 (2 bindi)
Hermann Pálsson: ÍSLENZK MANNANÖFN
Dagur Sigurðarson: MILLJÓNAÆVINTÝRIÐ
A. I. Oparin: UPPRUNI LlFSINS
MÁL OG MENNING
Skólavörðustíg 21 - Reykjavík
Keflavíkurgangan