Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Qupperneq 6

Vísbending - 17.12.2007, Qupperneq 6
ÚR FLÓANUM í SÆLURÍKI SÓSÍALISMANS S VEIT ASTRÁKURINN SEM LÆRÐIHAGFRÆÐIOG BJÓ MEÐ NJÓSNARA STASI ----------- PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON - Þór Vigfússon 2007. Mynd: Geir Ólafsson. Þór Vigfusson lærði hagfræði í Austur-Þýskalandi á árunum 1957-1961. Einar Olgeirsson útvegaði honum skólavist og heim kominn skyldi hann verða hagfræðingur og ráðunautur þeirra sem vildu gera ísland að sósíalísku ríki. Þór riíjar upp mótunarárin á Laugarvatni, námsárin í Þýskalandi, segir ffá sambúð sinni með njósnara Stasi og gerir upp við trú sína á sósíalismann og sæluríki hans. Þegar ég ók austur Hellisheiði til fúndar við Þór Vigfússon gat ég ekki annað en dáðst að roðanum í austri. Kaldur dagur var að rísa en það var hlýtt inni á Straumum við bakka Ölfusár þar sem eldur logaði í ami og sterkt kaffi með tjómablandi omaði ferðalangi. Þór Vigfússon er ríflega sjötugur og sestur í helgan stein eftir langan starfsferil við kennslu og skólastjóm í heimahéraði sínu. Hann ólst upp á Selfossi og lauk þar bamaskólanámi en stundaði síðan nám við Menntaskólann á Laugarvatni. Eftir stúdentspróf hélt hann til náms í hagfræði í Austur-Þýskalandi þar sem Ulbricht, ffamkvæmdastjóri miðstjómar flokksins, var að koma sæluríki sósíalismans á laggimar. Þór d valdist fyrst í Lcipzig og síðan í Berlín í sex ár og yfirgaf borgina fáeinum dögum eftir að Berlínarmúrinn reis. Þór var í hópi sérvalinna efnilegra námsmanna sem Einar Olgeirsson útvegaði ókeypis námsdvöl í Austur-Þýskalandi en á þessum ámm var flokkurinn að vinna að því að koma á fót sósíalísku samfélagi á Islandi og til þess þurfti vel menntaða rétthugsandi menn og þótti gott að taka þá unga og hreinhjartaða. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan karlssynir ofan af Islandi héldu út í heim með drauminn um sæluríkið í vasanum og flest hin meintu sæluríki sósíalisma um heiminn gervallan em liðin undir lok nema ef til vill Kúba Castros sem enn stendur að nafninu til. Sósíalískt menntaðir hagfræðingar vom sennilega aldrei nema þrír á Islandi, Guðmundur Agústsson, sem nú er látinn, Hjalti Kristgeirsson, sem lærði í Ungvetjalandi, og Þór. 6 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.