Vísbending - 17.12.2007, Page 8
Þór og Björgvin Salómonsson í Dresden vorið 1958.
Björgvini Salómonssyni, bekkjarbróður mínum, og sögðu okkur að
við skyldum koma austur og fy lgjast með uppbyggingu sósíalismans.
Einar Olgeirsson myndi útvega okkur námsdvöl. Þetta var svona
einfalt.
Okkur fannst þetta ffábær hugmynd. Hjalti Kristgeirsson, félagi
minn, fór 1956 á vegum flokksins til Ungverjalands að læra hagfræði
og hann kom því í kring að við hittum Einar Olgeirsson.
Aldrei hef ég fallið fyrir neinum manni eins og Einari. Við, ég,
Hjalti og Björgvin, fórum til fundar við hann á heimili hans. Hann
tók okkur eins og gáfumönnum og snillingum og talaði við okkur
um uppbyggingu sósíalismans, ffamtíðina og ffelsið í landinu. Einar
er þá á besta aldri, 54 ára, þótt okkur sýndist hann vera roskinn.
Auðvitað var hann feginn að fá menn til liðs við málstaðinn.
Þama var Einar að handvelja efhilega menn sem áttu að mennta
sig að sósíalískum hætti og koma svo heim og verða dyggir liðsmenn
í því að gera ísland að sósíalísku ríki. Svona var þetta þótt það væri
aldrei sagt upphátt á þessum ámm, aldrei.
Upphátt var sagt að við myndum koma heim og taka þátt í
stjómmálum en lcngra náði það ekki. Menn trúðu því að hugmyndin
um sósíalískt þjóðskipulag myndi sigra og taka Island yflr án ofbeldis
og þá var besta leiðin aó fjölga menntuðum liðsmönnum eins og
hægt væri. Við gengum af fltndi Einars sannfærðir um að vegurinn
væri greiður og við fengum bréf því til staðfestingar fáum mánuðum
seinna.
Við flugum svo til Hamborgar með Skymaster og tókum lest til
Berlínar og urðum hluti af námslaunakerfi Þýskalands. Það vom
ekki háar upphæðir á mánuði en það vom laun, ekki lán og dugðu
til ffamfærslu."
Sveitastrákur úr Flóanum kominn til Berlínar í
hagfrœöinám
Hvers vegna valdirðu hagfrœði?
„Ég var farinn að gmfla í Karl Marx á þýsku á kvöldin og lesa
mér til. Eg sá að hagffæðin var gmndvöllur allra félagsvísinda, hið
raunvemlega stjómtæki samfélagsins og fannst þetta því tilvalið.
A þessum árum var maður lokaður inni í þessum heimi, umgekkst
aldrei neinn sem efaðist um ágæti kenninga Marx og vissi satt að
segja ffekar lítið um heiminn. Þegar ég kom til Berlínar hafði ég
bara verið á Selfossi og Laugarvatni. Eg hafði aldrei dvalið neitt í
Reykjavík. Eg var bara strákur úr Flóanum sem allt í einu var kontinn
í paradís ffamtiðarinnar austur í Berlín.
Þegar á hólminn var komið var ég sendur til Leipzig því að deildin
sem ég skyldi nema við var þar. Námsgreinin hét Arbeitsokonomi eða
vinnuhagffæði sem snerist um að skipuleggja statf í verksmiðjum og
undirbúa starfsmenn þar. En maður áttaði sig eiginlega ekki á neinu
fyrsta árið því að þá lásum við aðeins Karl Marx og kenningar hans,
Auðmagnið, og kenningar Engels. Eg kunni ekki við mig í Leipzig
og var boðið að koma til Berlínar og nema utanríkisverslun. Eg vildi
fá að læra pólitíska hagffæði en var sagt að það væri ekki í boði sem
var reyndar lygi. Seinna komst ég að því að þeir vildu ekki hleypa
mér í Humboldt-háskólann í Berlín því að þar voru órólegir stúdentar
með undirróður gegn kenningum yfirvalda.
Eg var orðinn býsna flinkur í teoríunni en ég áttaði mig fljótlega
á því að námið var klént á köflum. Námið fór þannig ffam að
allur hópurinn, 250 manns, var saman í fyrirlestrum en síðan vom
umræðuhópar, um það bil 20-25 manns í hveijum
Hlegið að vestrœnum hagfrœðingum
I öllu náminu var gengið út ffá því að kenningar Marx og Engels í
hagffæði væm upphaf og endir alls en lítillega var minnst á menn
eins og Adam Smith og Ricardo, sem hefðu gert eitt og annað ágætt
sem Marx hefði stórlega endurbætt, og svo var skopast að Smith
og félögum fyrir það hvað þeir væm takmarkaðir. Mikið var hlegið
að Malthusi og kenningum hans og meira að segja ég áttaði mig á
því að heldur langt var gengið. Aðrar greinar vom hagnýtar eins og
bókfærsla og tölfiæði sem erfitt er að flétta hugmyndafiæði Marx
og Engels inn í. Þó man ég eftir að tölffæðikennarinn okkar sagði
í fyrsta tímanum að tölffæðin væri byltingarkennd teoria af marx-
lenínískum toga. Seinna áttaði ég mig á því að hann var að segja þetta
sjálfs sín vegna svo að kollegar hans grunuðu hann ekki um að efast
um kenninguna. Þessir kennarar vom nefhilega karríeristar og hann
hefúr sjálfsagt vitað betur.“
Eftirfall múrsins hafaflestir heyrt um hina ógurlegu leynilögreglu
Stasi sem vakti yfir hverju orði þegnanna og margir hafa lýst þeitri
hugmyndqfrœðilegu kiigitn sem ríkti i landinu. Hvemig var umrœða
um samfélagið í þessum hópum?
„I 25 manna umræðuhópunum var oft ráðist á þá sem vom
grunaðir um vestræna hugmyndaffæði og þeir teknir harkalega fyrir.
Þar vom menn varaðir við og allir vissu að rangar skoðanir gátu
kostað menn skólavist og ffama. Undir fjögur augu fékk maður oft
að heyra efasemdir manna um margt sem var að gerast.
I þessum 250 manna hópi vom nær eingöngu Þjóðvetjar, tveir eða
þrir landflótta Spánveijar og svo ég. Skólinn var fyrir vestan Berlín í
fylkinu Potsdam og var til húsa í gömlum flugskóla. Frá striðslokum
var Berlín öll girt með landamæmm og menn urðu að sýna skilríki inn
og út úr borginni en milli Vestur-Berlínar og Austur-Berlínar var ekki
girðing eða múr. Borgarhlutamir vom skildir að með landamerkjum
sem vom afiuörkuð með óbyggðu svæði og þar var eftirlit eins og
tollgæsla en ferðir fólks vom ekki hindraðar. Menn ferðuðust frítt
milli austurs og vesturs á þessum tíma. Þeir sem vildu flýja urðu að
8 IVÍSBENDING