Vísbending - 17.12.2007, Síða 9
■
Þór og Hjalti Kristgeirsson pœla í málunum i Dresden jan. 1957.
gæta þess að vera ekki með farangur því að sæjust
menn með slíkt vom þeir beðnir að stíga af lestinni
og gátu endað í fangelsi en annars steig fólk bara af
lestinni þar sem því sýndist. A seinustu brautarstöð
að austan gengu tollverðir meðfram lestinni og sæju
þeir grunsamlegan farangur var viðkomandi kallaður
út en annars aðhöfðust þeir ekki. Þess vegna var svo
auðvelt að flýja en menn urðu að gera það með tvær
hendur tómar.“
Var talað um þessi mál, þennan flótta í samfélaginu?
„Örlítið undir fjögur augu, annars aldrei upphátt."
Þór var í skólanum i Potsdam í eitt og hálft ár og
deildi herbergi með Þjóðverja. Hann segist alltafhafa
talið að sá hafi átt að líta eftir honum en veit það ekki
fyrir víst. Skólinn var síðan fluttur inn í Berlín og þar
laukÞór námstímanum. En hvenœr varð honum Ijóst
að þetta væri ekki sœluríkið?
„Mér varð það fljótlega ljóst en ég talaði aldrei um
það við neinn. Þegar leið á námstímann kynntist ég
konu, Helgu Novak, og flutti af stúdentagarðinum og
fór að búa úti í bæ. Þar fór ég að kynnast fólki sem var
ekki eins strangt á flokkslínunni og komst þá í mun
gagnrýnni umræðu en verið hafði í skólanum. Þetta var súbversíft
fólk og skuggalegt á köflum. Þegar ég var um það bil hálfhaður með
námið hafði ég fengið megna skömm á þessu samfélagi en samt alls
ekki misst trúna á meginhugmyndina. Mér fannst að hinir þröngsýnu
Þjóðveijar væm að stórspilla hinni fögru hugmynd sósíalismans með
alrangri útfærslu.
Einar Olgeirsson sagði einu sinni í mín eyru að enginn maður
hefði gert sósíalismanum eins mikið ógagn og Walter Ulbricht."
Baráttan um Elvis Presley
Skil ég það þá rétt að menn hafi einfaldlega áttað sigá því hvað mátti
segja íþessu samfélagi og hvað ekki, hvaða skoðanir voru óœskilegar
og hverjar œskilegar án þess að neinn hafi sett lista upp á vegg?
„Þetta síast inn hægt og hægt. Tökum dæmi: Á öðm eða þriðja ári
mínu í Þýskalandi kom skipun um að hér eftir væri bannað að hlusta
á vestrænar útvarpsstöðvar því að þær spilltu fólki og rækju áróður.
Við höfðum verið að hlusta á Elvis Presley og tónlist af því tagi í
útvarpi sem var sent út frá Vestur-Berlín. Þetta olli mikilli umræðu
í hópunum og ég man að ég sagðist vera alinn upp við vestrænar
útvarpsstöðvar og vestræna tónlist og teldi mig ekki vera spilltan að
ráði. Kannski hefði ég átt að standa upp og fara en mér fannst Elvis
Presley kannski ekki nógu stór ásteytingarsteinn.
Ætlast var til að við fæmm eftir þessu. Tveir nemendur vom saman
í hveiju herbergi og tugir nemenda á ganginum svo að ef þú ætlaðir að
hlusta þá vissu það allir. Þannig litu allir hver eftir öðmm og þetta var
æfing í flokksaga. Þeir sem vom fylgispakir flokknum efuðust ekki
um að þeim bæri að slökkva á útvarpinu. Félagi minn mótmælti og
þá sögðu menn bara: Pétur minn, passaðu þig, passaðu hvað þú segir.
Allir vissu hvað það þýddi. Menn vom reknir frá námi ef þeir vom
ekki hlýðnir. Þetta var aldrei sagt upphátt en þetta vissu allir.
Herbergisfélagi minn, sem ég hef stundum haldið að hafí verið
Stasimaður, var einna elstur okkar og vel gefinn svo að hann leiddi oft
umræðuna. Harrn hvatti menn til þess á fundum að fara að tilmælum
yfirvalda en á heimleiðinni sagði hann við mig undir fjögur augu:
Þeir myndu snúa sér við í gröfinni, þeir Marx og Engels, ef þeir vissu
hvað væri að gerast. Það var ekki rætt ffekar.
Þetta nám snerist allt um að búa til trúa og hlýðna bírókrata sem
kunnu jargon marxismans upp á hár. Ekkert var hugsað um vísindin
í hagfræðinni."
Ég bjó meö njósnara Stasi
En hafðir þú einhver raunveruleg kynni af hinni illrœmdu Stasi-
lögreglu?
,,Þaö næsta sem ég komst því var að sambýliskona mín, Helga
Novak, hafði flúið Þýskaland og farið til Islands með fyrsta
eiginmanni sínum, Eysteini Þorvaldssyni. Hún kom svo aftur til
Þýskalands og fór að vinna í verksmiðju og þar var heimtað að hún
hefði eftirlit með starfsfólkinu fyrir Stasi. Hún hitti yfirmann sinn hjá
VÍSBENDING I 9