Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Síða 21

Vísbending - 17.12.2007, Síða 21
Landsframleiósla á mann 1901-2006 Myndin sýnir landsframleiðsluna og leitnilínu. Landsframleiðslan liggur nú varanlega undir leitnilínunni. Mismunurinn er tapið af óðaverðbólgunni. Heimild: Hagstofa Islands. fjármagnsflutningum og ríkiseignarhalds á bankastofnunum. íslenskar innlánsstofnanir hafa líklega hafa getað sinnt grunnhlutverki sínu hvað varðaði greiðsluþjónustu og fjánnálalega milligöngu allt fram til 1970 - þótt yfirbygging, útbúanet og slíkt væm mun stærri og dýrari en nauðsyn krafðist. Þegar verðbólgan fór síðan á flug urðu raunvextir strax neikvæðir og gríðarleg effirspum skapaðist eftir útlánum en spamaður dróst saman að sama skapi. Við slíkar aðstæður em útlán í raun niðurgreidd og vextir gjöf en ekki gjald. Lánastarfsemi breytist í skömmtun þar sem bankastjómcndur geta aðeins sinnt takmörkuðum fjölda af þeim beiðnum sem þeim berast. Hér var unnin nokkur bót á með verðtryggingu árið 1979 og vaxtafrelsi 1985 - þá hættu raunvextir aó vera neikvæðir. En þar sem íslenska bankakerfið var að mestu leyti í ríkiseigu var § ármagnsskömmtunin að töluvert miklu leyti á pólitískum forsendum þar sem atvinnugreinum, landshlutum ogjafrivel einstaka íyrirtækjum var raðað í pólitíska forgangsröð. Þetta fól einfaldlega í sér að stór hluti af fjármagnsstofninum sem byggður var upp á verðbólguámniun var óhagkvæmur - byggði á niðurgreiddu fjármagni. Þegar flármagni hefur verið einu sinni breytt í fjárfestingu er ekki hægt að fá peningana til baka - aðeins afskrifa. Það var gert í ríkum mæli eftir árið 1989 þegar atvinnuvegir landsins gengu i gegnum gagngera endurskipulagningu og jafnvel heilu fyrirtækjablokkir - eins og SIS - hurfú af sjónarsviðinu. Það var m.a. ástæðan fyrir því af hverju efnahagslífið festist í niðursveiflu í heil sjö - en hve varanlegur er þessi kostnaður? Hvað kostaði verðbólgan? Ef hagvaxtarleitni landsins er skoðuð á meðfylgjandi rnynd er vert að vekja athygli á fjórum staðreyndum: 1. Hagvöxtur á mann hefur verið nokkuð stöðugur nálægt 2,5-2,7% á ári allt frá 1901. 2. Arin 1988-1994 skera sig sem lengsta samfellda samdráttarskeið í íslenskri nútíma hagsögu þegar landsframleiðsla á mann dróst saman um 5-6% í heildina þegar hún hefði átt að aukast 15% með eðlilegri hagvaxtarleitni. 3. Eftir 1994 hefúr íslenska hagkerfið tekið til við að vaxa á nýjan leik á fyrri hagvaxtarhraða (2,5-2,7%) en hefúr samt aldrei komist til baka á fyrri leitnilínu sem lögð var árið 1901. 4. Munurinn á landsframleiðslu nú og ef hagvaxtarstoppið hefði ekki átt sér stað er í kringum 7-10% af landsffamleiðslu. Með öðrum orðum elnahagslífið hefúr aldrei náð að vinna til baka sjö ára stöðnun 1988-1994. Þegar þetta femt er dregið saman er vart hægt að draga aðra ályktun en landsframleiðsla nú sé um 7-10% minni en ella vegna rangfjárfestingar á verðbólguárunum þegar fjánnagni var beint í óhagkvæma farvegi. Þetta er ennffemur varanlegt tap á tekjum þjóðarinnar sem leggst til á hveiju ári um ókomin tíma og nemur eitthvað í kringum 100 milljarðar árlega miðað við núverandi landsffamleiðslu. Lœrdómur af sögunni A síðari ámm hafa augu manna opnast fyrir því hve miklu hlutverki bankastofnanii- gegna lykilhlutverki fyrir nýtingu fjármagns í efnahagslífmu. Hagvaxtarstoppið 1989-94 hófst sem þorskaflabrestur en var raunverulega skipbrot haftakerfis á fjármagnsmarkaði. Endurreisn íslensks efnahagslífs - endumýjaður ffamleiðnivöxtur íslensks vinnuafls - eftir 1994 er fyrst og ffemst tilkominn með frelsi í fjánnagnsviðskiptum og umbótum í fjármálakerfi landsins. Þratt fyrir að þensla og verðbólga hafi aftur gert vart við sig að einhveiju marki seinustu ár - þá er það undir formerkjum fijálsra fjármagnsmarkaða og sjálfstæðs Seðlabanka er vinnur á móti ofhitnun með vaxtahækkunum. Nú taka fjárfestar lán á háum raunvöxtum ffá einkareknu bankakerfi og þótt markaðimir geti hlaupið útundan sér á stundum með offjárfestingu á ákveðnum sviðum getur misgengið aldrei orðið eins stórtækt og verðbólguáratugunum tveim. Hægt er því að líta milljarðana 100 sem leggjast til á hveiju ári sem skólagjöld íslensku þjóðarinnar fyrir lærdóm verðbólguáratuganna í efhahagsmálum. H Kostnaðurinn vegna verðbólguáranna er varanlegur og nemur nú um 7-10% af landsframleiðslu eða um 100 milljörðum á ári. VÍSBENDING I 21

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.