Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Side 26

Vísbending - 17.12.2007, Side 26
JS: En hvað um Benjamín Eiríksson? JH: Benjamín var þá reyndar kominn til náms í Ameríku og var líklega í Minnesota-háskólanum um þessar mundir. Nýsköpunarstjórnin OH: Já, en svo kemur þessi merkilega tilraun, Nýsköpunarstjómin, tilraun til áætlunarbúskapar. JH: Það var engin tilraun til áætlunarbúskapar, það var nafliið tómt. Það var engin áætlun, ekki nokkur. Þegar menn hafa mest talað um áætlunargerð á Islandi, hefur minnst fyrir henni farið. Sú eina ríkisstjóm sem stundaði skipulega áætlunargerð var viðreisnarstj ómin. OH: En Nýbyggingaráð? JH: Nýbyggingaráð var ekki annað en úthlutunarráð, skömmtunarskrifstofa. OH: Já, en var það ekki með plön um uppbyggingu utgerðarinnar og fiskiðnaðarins og að flytja fólk upp í sveit lílca? JH: Jú, jú, það var ýmislegt á ferðinni og myndir uppi á veggjum. Hörður Bjamason hafði gert skipulagsuppdrátt af Skagaströnd. Þetta var allt út í bláinn. OH: Varst þú statfsmaður Nýbyggingarráðs á þessum tíma? JH: Já, ég var það. Ég var starfsmaður Nýbyggingarráðs og ég var viðstaddur þegar Einar Olgeirsson gerði okkur þátttakendur í draumsýn sinni um Ölfusið. Það var á sumardegi og hann tók starfsmennina austur fyrir fjall. Hann var mikið á móti uppbyggingu Selfoss og Hveragerðis, sem vom þá sjálfsprottnir þéttbýliskjamar að vaxa úr grasi, og taldi að þetta ætti að vera eitt sveitarfélag á einum staó. Einar Olgeirsson var í rauninni teknókrati, amerískur teknókrati. JS: Hann vildi eina Arborg. JH: Eina Arborg og hún átti að vera mitt á milli Selfoss og Hveragerðis. Hann fór með okkur upp á hæð þama við Kotströnd, þar er hóll vinstra megin við veginn á leið austur, og benti: „Héma á bærinn að vera.“ Og meira að segja vom tveir starfsmenn gerðir út af örkinni, til að skrifa um þetta. Ónotaö tœkifœri að loknu stríöi JS: En af því þú ert nú að leita að því sem misráðið kann að teljast, þá frnnst mér svona af því ég horfi á þetta úr mikilli fjarlægð, að það sé erfitt að gagnrýna hart það sem gerðist á sjálfum stríðsárunum. Það sem er hins vegar eðlilegt að menn velti fyrir sér nú, að hcfði mátt vera betur ráðið, var það sem gerist eftir stríðið, þegar Islendingar einir fárra þjóða ráða yfir miklum gjaldeyrisforða, - em sem sagt afar vel stæð þjóð. Hvers vegna var þetta svigrúm ekki notað til þess að opna hagkerfið og koma hér á kerfi sem byggðist á almennum, sanngjömum reglum, leikreglum, við skilyrði markaðsviðskipta, en ekki á sértækum afskiptum af einstökum ákvörðunum fyrirtækja og einstaklinga, eins og skömmtunar- og haftakerfið gerði. Því miður bám íslendingar ekki gæfu til að gera þetta, heldur sólunduðum stríðsgróðanum sem safnast hafði upp á stríðsámnum, á stuttum tíma, án þess að það yrði til þeirrar uppbyggingar sem hefði getað orðið. En Jónas var auðvitað miklu miklu nær þessu en ég sem er fæddur á stríðsárunum. JH: Ég er ekki alveg sammála þessu vegna þess að skilyrði fyrir því vom í raun ekki til staðar. I fyrsta lagi em hugmyndimar í umlieiminum, þær hneigjast ekki í átt til fijálsra viðskipta, það kemur ekki fyrr en með Marshall-aðstoðinni og áhrifum frá Bandaríkjunum. í öðm lagi átti almenningur í landinu miklar bankainnstæður að styijöldinni lokinni. Þær vom mótvirði gjaldeyrisinnstæðnanna. Þetta fé vildi fólk nota í eigin þágu þegar færi gafst að stríðinu loknu, en ekki geyma sem varasjóð sem tryggt gæti fijáls viðskipti. Gjaldeyrisforðinn erþrotinn árið 1947. JS: Já, það var skelfilegt. JH: Þá vomm við í vandræðum þar til Marshall- aðstoðin kom árið eftir. Hún er vemlegur hluti af gjaldeyrisnotkun okkar næstu árin. OH: Við felum opinberum stjómvöldum ákvörðun fiskverðs næstu þijá, fjóra áiatugi og landbúnaðurinn er gersamlega tekinn úr sambandi líka. JS: Og er í raun og vem ekki enn kominn í samband. OH: Nei, þannig að bændur vita hvorki af því að þeirra vara er ekki útgengileg erlendis, né hinu að þvert á móti er henni eiginlega þröngvað upp á erlenda kaupendur með niðurgreiðslum. JS: Já, en ég vil nú samt alls ekki leggja að jöfnu kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar á þessum ámm, hvað það varðar að menn hafi ekki vitað af því hvað þeir fengju fyrir vörumar erlendis, vegna þess að sú meðvitund var alltaf og er alltaf vakandi í sjávarútveginum. Mönnum var jafnan ljóst að forsendan fyrir þvi að útvegurinn gæti borið sig var að unnt væri að selja afurðimar á erlendum markaði, í landbúnaðinum var engin slík markaðsmeðvitund. OH: Já, já, hann var líka tekinn úr tengslum við innlendan markað. JS: Já, af því þar komu til skjalanna ffamleiðslustyrkir, innflutningshöfl, niðurgreiðslur og útflutningsbætur. Við þennan vanda höfum við glimt alveg ffam á þennan dag. OH: Og er ekki nauðsynlegt að við jorum að gera eitthvað í þeim málum? JS: Sannarlega, sannarlega. Þó fyrr hefði verið. En þetta er víst ekki jafn einfalt og það hljómar. Mikil mistök við gengisbreytinguna 1951 JH: Þótt tækifærið til að færa hagstjómina í fljálsræðisátt í stríðslokin væri látið ónotað kemur annað lag með tillögum Benjamíns 1949 og gengislækkuninni 1950. Þar vom mikil mistök gerð. Upphaflegar tillögur Benjamíns, sem hann leggur ffam í skýrslu sumarið 1949, eru orðnar útvatnaðar og lítið eftir af þeim. Benjamín segir það sjálfur í ævisögu sinni, að endanleg útkoma af gengisffumvarpi hans árið 1950 hafi í grundvallaratriðum verið allt annað en stefnt var að í fyrstu. Tillögumarvoruupphaflegalagðarffamafhálfuminnihlutastjómar Ólafs Thors og gengu þó ennþá talsvert í áttina, en eftir að ffamsókn kemur að málinu er lítið annað eftir en gengislækkunin sjálf. JS: Það sem Jónas segir er ákaflega mikilvægt. Þrátt fyrir að Islendingar hefðu komið út úr stríðinu með gilda sjóði sem eyddust undraskjótt gaf Marshall-aðstoðin, og stuðningur Bandaríkjanna við Island eftir stríðið,, þeim annað tækifæri til þess að kom á betra búskaparlagi með þvi að nota hluta af þessum stuðningi til þess að mynda gjaldeyrisvarasjóð til að koma á einhveijum stöðugleika og skynsamlega ákveðnu gengi. Þetta var í hnotskum tillaga Benjamíns eins og ég hef skilið hana, en Jónas er þessu miklu betur kunnugur en ég. En því miður var þessu hafhað, að minnsta kosti í reynd. JH: Benjamín lagði ffam tillögu um að fella gengið og leggja ákveðinn hluta af Marshallaðstoðinni í gjaldeyrisvarasjóð og þeirri tillögu var hafhað. Ársreikningarnir voru skakkir. Stóra skrefið til þess að nólgast réttvísandi reikninga var verðtryggingar- ókvörðunin 1979. 26 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.