Vísbending - 17.12.2007, Page 32
JH: Þetta er í raun og veru komið i heilan hring frá
tíma Eysteins Jónssonar. Þegar ég kom heim á dögum
Hermanns Jónassonar-stjómarinnar, þá var það
Gylfi sem var helsti hvatamaður að því að ég léti af
störfum mínum í Alþjóðabankanum og kæmi heim.
Hugmyndin þá var að sett væri á stofn einhver stofeun
eða ráðuneyti, sem starfaði við hlið ríkisstjómarinnar,
heíði yfirlit yfir efhahagsmálin og gæti gefíð henni
góð ráð. Á þessum gmndvelli ákveð ég að fara heim.
Þegar þetta er svo rætt í ríkisstjóminni segir Eysteinn
Jónsson eitthvað á þessa leið: „Nei, þetta kemur ekki
til greina. Það er ágætt að hafa hagfræðinga sem við
getum kallað til, sett í nefhdir eða eitthvað svoleiðis
og fengið ráð hjá, en það má ekki vera til stofeun
eða ráðuneyti, sem ijallar um þessi mál. Það verður
að vera algerlega á hendi stjómmálamannanna,
ráðherranna sjálfra, og hagfræðingamir mega ekki
koma þar að öðmvísi en þeir séu kallaðir til að gefa
álit á einhveijum vissum málum.“ Þannig stóð þetta
þegar ég kom heim. Eg greip þá nánast í tómt. Ég
var búinn að segja upp og gat ekki snúið við. Þegar
minmhlutastjóm Alþýðuflokksins tekur við standa
þeir við þessa gömlu hugmynd og fyrirheit og þá er
sett á laggimar efeahagsráðuneyti sem verður svo
Efhahagsstofeun nokkrum árum seinna. En í raun
og vem er þetta ástand sem er núna, einmitt það
sem Eysteinn vildi hafa fyrir 50 ámm. En það hefur í för með sér að
stjómmálamennimir em í lausu lofti.
OH: En á vegum Seðlabankans, fer þar ekki fram...
JH: Á þessum tíma var Seðlabankinn ekki til og þar var eyða líka
því hagdeild Landsbankans hafði ekki þessu hlutverki að gegna.
OH: Enþegar Davíð lagðiþessa stofnun niður á sínum tíma, var
það ekki af því að honum fannst óþarfi að það vœri verið að vinna
sömu verkin á tveimur stöðum?
JS: Ég tel reyndar hóflegan tvíverknað þegar um hagrannsóknir
og álit á þróun efeahagsmála er að ræða - jákvæðan, reyndar
nauðsynlegan.
Hins vegar var, eins og Jónas nefedi áðan, löngu orðið
tímabært að endurskoða verkaskiptingu milli stofeana og færa
hagskýrsluverkefein, fýrst og ffernst þjóðhagsreikningana, tíl
Hagstofúnnar eins og nú hefhr verið gert.
Afdrifaríkustu mistökin?
OH: En erum við komnir að einhveiri niðurstöðu um afdrifaríkustu
mistök á liðinni öld?
JS: Ég er þeirrar skoðunar að við ættum ekki síður að leita að því
sem best hefúr tekist. Það er mitt almenna viðhorf.
OH: Vítin em nú til að varast þau.
JS: Jú, víst er svo. Samt held ég að maður læri meira af því sem
hefúr heppnast best. I þessu óskipulega samtali okkar höfúm við
reyndar nefet hvort tveggja. Mistökin vom ofiast vanrækslu- ffernur
en ásetningssyndir.
JH: Mér varð fyrst hugsað til aðgerða og aðgerðaleysis upp úr
1930. Það er eðlilegt, við þær aðstæður sem vom þá ríkjandi að
svona illa vildi til. En ef svolítið öðmvísi ákvarðanir hefðu verið
teknar hefði allt getað farið öðmvísi og miklu betur.
JS: Ég held að það hafi verið misráðið að reyna ekki til þrautar
að fara inn á braut ffjálsra viðskipta og einföldunar í afskiptum hins
opinbera strax á ámnum 1946-1950, og verða samferða flestum
Vestur-Evrópuríkjunum þegar þau tóku að breyta viðskiptaháttum
sínum, meðal annars fyrir tilstilli Marshall-aðstoðarinnar og OECC,
sem var afsprengi hennar.
Þegar kerfið verður sjólfvirkf
OH: Tókum við ekki ástfóstri við kerfi hafta og
styrkja? Það virðist hafa verið almenn skoðun
stjómmálamanna á þessum tíma að íslenska
hagkerfið hefði þá sérstöðu vegna smœðar sinnar
eða fábreytni, eða af öðrum ástœðum, að almenn
efnahagsviðmið giltu ekki hér.
JS: Ég held að ástfóstrið hafí nú ekki eingöngu
verið stjómmálamannanna - sem það vissulega var -
því þama fannst þeim að þeir hefðu bein og ótvíræð
áhrif á það hvemig hlutimir gengju fyrir sig með
því að skammta mönnum og stýra efhahagslífmu
með handafli. En í svona kerfúm vex líka upp
sérhagsmunagæsla fyrirtækjanna sem njóta góðs af
kerfinu.
Það má t.d. örugglega halda því ffam að það
hafi verið misráðið að greiða svo mjög fyrir eflingu
togaraflotans á áttunda áratugnum, sem níddi niður
fiskistofeana.
OH: Það mátti ekki mismuna byggðarlögunum,
svo það varð að vera togari á hvert einasta þorp.
JH: Þegar Lúðvík Jósepsson var ráðhena kom
hann öðm hvom í Landsbankann og talaði við okkur.
Undir lokin á ráðherratíð hans man ég að hann kom
og talaði við okkur alla þrjá bankastjórana og við
næstum grátbændum hann um að fella niður sérstakt
framlag ríkisins til togarakaupanna. Kaupendur skuttogaranna fengu
fyrst fiskiveiðasjóðslán, svo vom sérstök tíu eða fimmtán prósent ffá
ríkinu og svo kom Byggðasjóður og hitt og þetta og þetta endaði í
110% láni eða einhveiju slíku. Lúðvík var okkur sammála, þetta væri
búið að ganga alltof langt og að það þyrfti að binda endi á þetta en
hann treysti sér ekki til að gera það. Svo urðu stjómarskipti og Geir
Hallgrímsson varð forsætísráðherra. Við Davíð Olafsson sem þá er
kominn í Seðlabankann fórum til hans til að biðja hann að stöðva
þetta og hann er okkur alveg sammála. Það liðu samt sex mánuðir
áður en það var gert.
OH: Slíkir hagsmunir eiga sér náttúmlega farvegi í stjómmála-
flokkunum og í æðstu stöðum.
JS: Sannarlega, þess vegna þurftu menn að bíða svona lengi
eftir því að hlutverk ríkisins yrði skilgreint sem eftirlit með ffjálsum
viðskiptum samkvæmt almennum og sanngjömum leikreglum,
en ekki það að deila og drottna í einstökum greinum. Slík afskiptí
vom alltaf einum í hag en öðrum í óhag, eðli málsins samkvæmt.
Það var án efa mikið vandamál - sem kalla mætti mistök - hversu
lengi þjóðin þurfti að bíða eftir því, að viðskiptaffelsið sem hófst
með Viðreisninni, næði til fleiri sviða atvinnulífsins en það gerði í
upphafi sjöunda áratugarins. Það dróst í þijá áratugi að komið væri á
ffjálslegu skipulagi ijármagns- og gjaldeyrisviðskipta.
JH: Þegar við svipumst um yfir öldina alla virðist mér það
mest áberandi að átökin hafa sífellt staðið um stöðugleikann og
ffamkvæmdimar. Á að leggja áhersluna á jafhvægi og ffjálsræði
í efeahagsmálum og þann hagvöxt og velferð sem því fylgir til
lengdar. Eða á að flýta sér, gefa hvers konar ffamkvæmdum lausan
tauminn og grípa til margvíslegra ráðstafana. Síðari leiðin er sú sem
oftast hefúr orðið fyrir valinu. Það em aðeins tveir áratugir sem skera
sig úr, sá sjöundi og sá tíundi, þar sem jafhvægið og frjálsræðið hafa
fengið að sitja í fyrirrúmi. Þetta em viðreisnaráratugimir sem svo
mætti kalla. Þeir em ekki mikill hluti alls tímans, en það em umffam
allt þeir sem hafa skilað okkur þeirri velmegun og því ffjálsræði sem
við búum við í dag. H
Þegar við
svipumst um
yfir öldina alla
virðist mér það
mest áberandi
að átökin hafa
sífellt staðið um
stöðugleikann og
framkvœmdirnar.
32 IVÍSBENDING