Heimilisritið - 01.11.1944, Side 10
/
sagði Róbert, „heldur ert þú
hræddur, hálfvitlaus af hræðslu
eins og gömul kerling —
Pablo glotti til hans. „Þú held-
ur að þú getir egnt mig upp með
orðum. Þú heldur að það sé að-
ferðin til þess að losna auðveld-
lega við mig?“
„Lydda“.
„Eg drekk skál fyrir góðri
heilsu þinni“, sagði Pablo og lyfti
glasi sínu.
„Aumingja-ræfill“, sagði Ró-
þert.
„Heyrðu góði“, sagði Pablo.
Augustin spratt skyndilega upp
og steypti glasinu úr hendi hans.
„Aulabárður", sagði hann vonsku-
lega við Pablo.
„Annar ættjarðarvinur“, sagði
Pablo.
Augustin sveiflaði hnefanum
leiftursnöggt og sló honum í and-
lit Pablos. Róbert tók upp
skammbyssu sína og var tilbúinn
að skjóta fyrirvaralaust.
Pablo riðaði: „Það var ekki ég
sem byrjaði“, sagði hann.
Augustín sló hann aftur og í
þetta skipti á munninn; blóðið
vætlaði frá vörum Pablos og
skildi eftir mjóa dökkrauða rönd.
Róbert hreyfði sig ekki.
Paþjo rauf þögnina með lág-
værum hlátri. „Jæja“, sagði
hann. „Jæja. Talið þið þá, þið
«11, við þennan Róbert ykkar, um
brúna og um lýðveldið og um alla#
föðurlandsvini. Spyrjið hann hve-
nær það hættir að snjóa, og hvert
þið eigið að flýja, þegar þeir koma
til að elta okkur héma á hálend-
inu“.
„Snautaðu út“, hrópaði Au-
gustin.
RÓBERT JORDAN svaf í
svefnpoka sínumi fyrir utan hellis-
munnann um nóttina. I dögun
vaknaði hann allt í einu, ög eins
og alltaf þegar hann fann að
hætta var í nánd, herptust kvið-
vöðvar hans. Hann var við öllu
búinn. Svo heyrði hann hófadyn
og að riddarabyssa slóst við
hnakk. Hann reis upp með byss-
una í hendinni í sama vettvangi
og reiðmaðurinn kom í Ijós á ber-
svæði milli trjánna. Þeir sáu
hvorn annan samtímis, fasista-
hermaður í njósnarför sinni
og Róbert Jordan. Róbert studdi
fingrinum á gikkinn og skothljóð-
ið hljómaði í dauðaþögn aftur-
eldingarinnar hátt og hvellt.
Hermaðurinn féll máttlaus af
hestinum.
Allir þustu út úr hellinum með
starandi augu og óttablandna
forvitni í svipnum. Róbert sagði
þurrlega: „Komið þið hestinum í
burtu. Það hlýtur að vera herlið
á næstu grösum“.
Skæruliðarnir fóru því næst að
vígbúast af miklum hraða. Þeir
tóku fram rifla sína, og vélbyssa
var höfð reiðubúin. Allir áttu
von á riddaraliði þeysa fram.
Róbert bað þegjandi til guðs um
að þetta hefði aðeins verið ein-
mana varðmaður, því að ef svo
væri gæti þeim enn heppnast að
8
HEIMILISRITIÐ