Heimilisritið - 01.11.1944, Side 13

Heimilisritið - 01.11.1944, Side 13
Pablo. „En ég er kominn aftur. Eg ætla að gera skyldu mína með ykkur“. Hann hugsaði óþreyjufullur: Mér er sama um allt núna, mér er sama hvað þau gera eða hvað þau gera ekki. Komi hann. P’ari hann. Mér er sama. ÞAU TÓKU saman föggur sín- ar á stuttum tíma. Þau gátu ekki snúið þangað aftur. Nú varð að sprengja brúna og halda svo eitt- hvert annað. Þegar þau liefðu sprengt upp brúna, gátu þau ekki haft aðsetur lengur á þess- um slóðum. Þau bundu liestana þegar þau áttu góðan spöl ófarinn að brúnni. Það var ekki orðið bjart. „Bíddu hérna hjá hestunum", sagði hann. „Eg vil fara líka“, sagði hún snúðugt. Hún fleygði sér þegjandi í fang honum og þau föðmuðu hvort ann- að innilega. Svo gekk hann hægt til hinna. „Er allt tilbúið ?“ spurði hann. Hver og einn fór þegjandi á þann stað, sem honunu hafði ver- ið ætlaður. Anselmo og Róbert fluttu sprengiefnið. Það birti óðum. Þeir Anselmo láu endilangir í grasinu. Róbert hugsaði um, hvort þetta myndi nú heppnast. Svo heyrðu þeir merkið gefið. Riffilskot kvað við og annar brú- arvörðurinn hné niður. Þá spratt Róbert upp og hljóp af stað. Hann heyrði Anselmo koma másandi á eftir sér. Þegar þeir komust út á brúna heyrðu þeir skothvelli úr Lewis-rifli. Við hinn enda brúarinnar miðaði annar brúar- vörður riffli á þá. Anselmo r.am staðar, skaut og vörðurinn féll. Á miðri brúnni sveiflaði Róbert sér yfir handfangið og klifraði niður á stoðirnar, sem voru í boga til beggja enda undir brúnni. ,,Anselmo“, kallaði hann. GAMLI MAÐURINN rétti hon- um sprengiefnið. Handtök Róberts voru fljót og örugg. Hann kom dýnamitinu fyrir á réttan hátt við aðra hliðina. Hann rétti An- selmo vírinn. „Ef skriðdreki kemur, taktu þá í strenginn". „Hvað verður um þig?“ spurði Anselmo. „Taktu þá í strenginn!" Hann festi svo dýnamitinu und- ir brúna á hinni hlið hennar. Þegar því var lokið beið Anselmo enn rólegur. Eftir veginum, hinum megin við brúna, kom brynvar- inn bíll og skaut í sífellu. „Anselmo!“ hrópaði Róbert. Gamli maðurinn stóð kyrr þrá- kelknislega. Róbert bölvaði og þreif báða strengina í hendur sér. Hann rykti snögglega í þá og henti sér umi leið ofan í skurð, sem var við brúarsporðinn. Hávaðinn af sprengingunni ætlaði alveg að æra hann. Hann lá kyrr þangað HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.