Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 58

Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 58
k Anna settist í skutinn og hann reri rösklega í áttina að bakkan- um þar sem lendingin var. Það var kominn snarpur mótvindur áður en þau vissu af, regnið foss- aði úr loftinu og þeim var hætt að lítast á blikuna. Martin réri af allri orku. Honum varð litið til önnu og datt í hug að erfitt væri að ímynda sér fyrri vini hans — Zenu Gaye, til dæmis — undir svipuðum kringumstæðum. Anna virtist láta sig slagviðrið litlu skipta. Hún hló þegar þau komtu að bakkanum og hljóp svo upp stíginn heim að gistihúsinu. Að baki þeim nötraði loftið af þrum- um og regnið helltist úr loftinu og rann í smálækjum um lægðir og skorninga. Mack stóð í útidyrunum. Hann var myrkur á svip. „Þetta er steypiregn", sagði hann alvarlega. „Síðast þegar svona rigndi kom svo mikið flóð í lækinn hérna í dalverpinu, að brúna þar tók af“. Þau flýttu sér upp í herbergi sitt til þess að hafa fataskipti. Martin var tilbúinn á undan. „Eg ætla að fara niður og bíða eftir þér“, sagði hann og gekk út úr herberginu. Þegar hann kom niður heyrði hann að Mack var að tala við ein- hvern hjá arninum. Hann kom nær og sá aðkomustúlku er sneri baki að honum. Hann varð þungbrýnn, þegar hann leit á hið granna bak og dökkhærða höfuð. Honumi flaug í hug að þetta væri Zena Gaye, en svo hugsaði hann með sér, að það væri óhugsandi að hún væri á ferðalagi hérna. Svo heyrði hann rödd hennar. Hjarta hans hætti að slá. Það var Zena. „Eg hafði ekki hugmynd uin að rigning gæti verið svona hættuleg", sagði hún. „Þér segið að það hækki óðum í vatninu'*. „Eg býst við að það flæði yfir veginn eftir einn eða tvo klukku- tima“, svaraði Mack. Hann tók allt í einu eftir Martin og kailaði: „Góða kvöldið. Hérna var að koma gestur". Zena Gaye sneri sér hægt í áttina til hans. Þegar hún kom auga á Martin birti yfir fallega andlitinu hennar. „Nei, Martin! hvað ert þú að gera hér?“ „Eg mætti kanski spyrja sömu spurningar", svaraði Martin þurrlega. „Það lítur út fyrir að vera meira en tilviljun að þú skulir taka á þig krók þangað sem ég er að eyða hveitibrauðs- dögunum". „Hveitibrauðsdögunum ? Já, al- veg rétt, þú giftir þig um dag- inn, var það ekki? Eg sá það í blöðunum“. Hann hló kuldahlátur. „Vertu ekki með þessi látalæti, Zena. Þú þarft ekki að segja mér það, að þú hafir endilega þurft að heimsækja það gistihús, af öllum gistihúsum) Skotlands, sem þú vissir að vð Anna dveldum á“, „En, Martin, ég hafði ekki 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.