Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 28
En ég sagði ekki neitt, því að mér var falið að vera leiðsögu- maður læknisins til Carigona- Indíánanna, en ekki að leita að gleraugunum hans. INNAN fárra daga höfðum við lokið öllum undirbúningi. Eg réði Indíána nokkurn til ferðar- innar, Kassagava að nafni. Við fórum með járnbrautarlestinni nokkra tugi kílómetra vestur fyrir Buenaventura. Þar keypt- um við múldýr, réðum tvo Indí- ána í viðbót, og bjuggum far- angurinn á múldýrin. Síðan lögðum við af stað — leið okk- ar lá um dali og fjallvegi, skóga og straumharðar ár. Mér verður stundum á, að bölva þessu landi, en þó hlýt ég að unna því að vissu leyti. Hvað eftir annað féll ég í stafi yfir hinni sér- kennilegu fegurð þess. Við rið- um um dali, þar sem silfurglitr- andi ár liðuðust um grænan skóginn, og þar sem líta mátti hin fögru cachimbatré í blóm- skrúði sínu. Hvítir íbisfuglar flugu upp úr skógarrunnunum, og yfir höfðum okkar sáum við ætíð svífandi fáeina erni. Þessi hávaxni læknir var skemmtilegri samferðamaður, en ég hafði búizt við. Hann var góður félagi og alltaf í bezta skapi. Eftir því sem við kynnt- umst betur, bárum við meira traust hvor til annars, og auð- sýndum hvor öðrum svo full- komna einlægni, sem aðeins á sér stað milli manna, sem fjarri eru hinum siðmenntaða heimi. Við vorum komnir nálægt ánni, sem ferðinni var heitið til. Skóg- lendið var mýrlent og hitinn kæfandi. Á hverju einasta tré óx sníkjuplanta, og vafnings- jurtirnar teygðu sig grein af grein. Uppi í tígulegum pálma- trjánum uxu purpuralit brönu- grös, og kaktusarnir glóðu sem skarlat og gull. En loftið var þrungið óhollustu og rotnunar- þef. Við mættum smáflokkum af Carigonum, og stundum hittum við Caucheros-Indíána, sem voru að safna gúmmí. Með að- stoð Kassagava spurði Nymanns þá um yagéplöntuna, en þeir hristu aðeins höfuðin — það væru aðeins hinir miklu læknar, sem kynnu að búa til þennan leyndardómsfulla drykk. Það var því ekki um annað að gera, en að halda lengra suður á bóg- inn, lengra inn í skógana. „Haldið þér ekki, að konunni yðar fari að langa til að sjá yð- ur aftur?“ spurði ég Nymanns einn daginn. „Ojú, ég býst við því“, svar- aði hann. „En henni líður vel, þar sem hún er. Og Alvarez hef- ur lofað að annast um hana“. 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.