Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 64
HVER ER SKÝRINGIN?
Þrír fangar voru leiddir fyrir dómara
nokkurn. Dómarinn hvessti augun á þann
fyrsta og sagði: ,,Hvað hafið þér að segja
yður til málsbóta?“
Sá í miðið svaraði: ,,Ég er saklaus“.
Dómarinn hreytti þá út úr sér: ,.Ég
var ekki að tala við yður“.
En þá svaraði sá þriðji: ,,Ég oagði ekki
©rð“.
Hvernig skýrirðu þennan skrítna mála-
rekstur?
um skuldina með því, að ég kaupi af
þér lampa fyrir 60 kr., sem raunveru-
lega er meira virði. Ég fæ svo lampann,
en greiði þér 20 kr. og gef þér kvittun
fyrir skuldinni. Síðar kemst ég að raun
um að lampinn er þýfi. Ég fer því til
rétts eiganda og greiði honum fullt verð
fyrir lampann, sem sé 75 krónur.
Ef þú greiðir mér ekkert upp í tapið,
hvað j^ef ég þá tapað miklu raunveru-
lega?
Svör á bls. 64.
HVE LANGUR TÍMI?
A leggur af stað frá ákveðnu marki og
■gengur jafnt og þétt með 3 mílna hraða
á klukkustund. — B fer frá sama marki
iveim tímum síðar og. gengur með 6
mílna hraða á klukkustund í sömu átt og
A. Hvað líður langur tími frá því A legg-
ur af stað og þangað til B nær honum?
LÁRÉTTAR OG LÓÐRÉTTAR.
Hugsaðu þér þrjár láréttar línur, beint
niður af hverri annarri og með eins
sentimetra millibili. Hugsaðu þér enn-
fremur þrjár lóðréttar línur, einnig senti-
metra hver frá annarri, sem skera allar
láréttu línurnar þrjár.
Hversu marga jafnhliða ferhyrninga
mynda þessar línur?
HVERJU TAPA ÉG?
Þú skuldar mér 40 kr. Það verður að
samkomulagi okkar á milli, að við kvitt-
SPCRNIR.
1. Getur farþegaskipið Queen Ma-
ry siglt í gegnum Panamaskurð-
inn? ‘
2. Á hvaða tungumáli eða tungu-
málum eru svissneskar bækur
eða blöð gefin út?
3. Er nokkur sódi i sódavatni, sem
selt er til drykkjar?
4. Hvaða ríki á eyjuna Madagask-
ar?
5. Hvar var silki fyrst notað?
ELDSPÝTN AÞR AUT
Leggið tíu eldspýtur á borðið.
Takið tvær og þá á ein að vera
eftir.
I. 2 OG 3
Hvað er hægt að skrifa margar mis-
munandi þriggja stafa upphæðir með
tölustöfunum 1, 2 og 3?
62
HEIMILISRITIÐ