Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 26

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 26
halda, og væri fróður um allt, sem máli skipti, varðandi þetta horngrýtis land. Við skröfuðum dálítið saman og hann bauð mér til miðdegisverðar. Meðan við sátum, og biðum eftir matnum, kom kona hans inn í fylgd með glæsilegum karlmanni, dökkum yfirlitum. Nymanns kynnti okkur: ,,Kon- an mín og dr. Alvarez. Dr. Al- varez hefur liðsinnt mér með ráðum og dáð, og hann ætlar að annast um konuna mína, meðan við verðum burtu. Dr. Alvarez er læknir við sóttvarnarhúsið hérna“. John Bedford hafði ekki skrökvað, frú Nymanns var töfr- andi. Þegar maður sér fegurðar- lyf ja og bílaauglýsingar, skreytt- ar myndum af kvenfólki, heldur maður, að þar séu svik í tafli — svo fríðar stúlkur séu ekki til. En, svo er það nú samt — frú Nymanns gaf þeim hreint ekki eftir. Hún var ljóshærð og grann- vaxin, fagurlegar bláeyg en ég hef nokkurn tíma séð áður, og með djúpa spékoppa. Málrómur hennár lét í eyrum sem engla- söngur. Dr. Alvarez var ungur maður með svart, gljáandi hár, mjallhvítar tennur og fagur- brúnt hörund — alls ekki slíkur, sem skynsamur maður myndi velja til að gæta konu sinnar í borginni, meðan hann væri sjálf- ur víðsfjarri úti í frumskógum Suður-Ameríku. „Þér ættuð heldur að láta konu yðar ferðast til Bogota“, sagði ég, „þar er loftslagið betra og staðurinn viðkunnanlegri en þetta greni“. „Ef til vill síðar. Fyrst um sinn vill konan mín helzt vera hér. Við þekkjum engan í Bogota. En við ætluðum að tala um leiðang- urinn. Hafið þér nokkurn tíma heyrt getið um dr. Bayon?“ Eg varð að kannast (við að hafa ekki heyrt á hann minnzt. „Dr. Bayon fór í rannsóknar- leiðangur inn á þetta svæði árið 1912, og dvaldi nokkurn tíma meðal Carigona-Indíánanna“, sagði hann. „Hann kynnti sér lækningaaðferðir þeirra, og fékk vitneskju um merkilegt lyf, sem þeir nota gegn beri-beri. Það er jurtaseyði, sem sljófgar skiln- ingarvitin. Þegar maður hefur drukkið það, sýnist manni allt vera með bláum litblæ, alveg eins og fjarlæg fjöllin í sólmóð- unni. Meðvitundin dofnar, stund- um ímyndar sjúklingurínn sér, að hann sé villt dýr og rífur allt og tætir, sem á vegi hans verð- ur. Síðan fær hann stífkrampa, hver vöðvi verður þaninn og — það sem merkilegast er — að meðan hann er í þessu leiðslu- ástandi, fær hann skynjað at- burði, sem gerast langt í burtu. 24 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.