Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 25
ástæðu til að ætla, og ég beið
þarna og sat um færi til að kom-
ast heim með amerísku skipi,
sem tæki mig með, án þess að
seilast allt of djúpt ofan í buddu
mína, sem var heldur óbeisin.
Meðan ég beið, dvaldi ég á kaffi-
húsi Chicago-Toms. Þarvarsvalt,
eftir því sem verið getur 1
Buenaventura. Þ^r er gott vín á
borðum og matur að hætti sið-
aðra manna. í stuttu máli, þarna
vottar fyrir menningu nútímans,
þótt við miðjarðarlínuna sé og
hitinn nær óþolandi hvítum
mönnum. Einn daginn hitti ég
þar John Bedford, sem er skrif-
ari hjá ameríska konsúlnum,
lipur náungi.
„Halló, Jessie“, sagði hann um
leið og hann sá mig. „Viltu fá
atvinnu?“
„Er nokkuð upp úr henni að
hafa?“ spurði ég.
„Komdu og fáðu þér staup“,
sagði Bedford, „þú getur að
minnsta kosti aflað þér farareyr-
is heim, ef þú vilt endilega fara
héðan, og dálítið að auki. Það er
viðkomandi lækni nokkrum, Ny-
manns heitir hann, sem hefur í
hyggju að ferðast dálítið um
frumskóginn, og vill endilega fá
einhvern til að taka að sér að
stjórna leiðangrinum".
„Hvert er erindi hans þang-
að?“ spurði ég.
„Spurðu hann sjálfan", svar-
aði Bedford. „Eg held að það sé
eitthvað vísindalegt. En hann
þarf að fá barnfóstru, sem skil-
ar honum heilum á húfi heim
til konu sinnar“.
„Verður hún með í leiðangrin-
um?“ spurði ég.
„Nei, hún bíður hans hérna“,
svaraði Bedford. „Það er kven-
maður sem segir sex, skal ég
segja þér. Maður trúir ekki sín-
um eigin augum, þegar maður
sér hana. Nú, en ef þú vilt taka
þetta að þér, þá farðu inn á
Hótel Americano og talaðu við
hann. Eg hef lofað að láta hann
vita, ef ég fyndi einhvern, sem
gæti tekið að sér að sjá um leið-
angurinn fyrir hann“.
Eg tæmdi staupið og hugsaði
mig um. Jú, hvers vegna ekki?
Fara dálitla skemmtiferð inn í
landið, og fá heimferðina borg-
aða. Það voru sannarlega ekki
sem verstir skilmálar.
„Eg held að ég verði að hitta
þennan náunga“, sagði ég.
MÉR var vísað upp í hótelher-
bergi Nymanns læknis. Hann var
hávaxinn, lotinn í herðum, og
hætti til að týna gleraugunum
sínum. Að öðru leyti minnti
hann helzt á stóran dreng og (
mér féll hann vel í geð. Eg
skýrði fyrir honum svo hæversk-
lega sem ég gat, að ég væri ein-
mitt sá, sem hann þyrfti á að
HEIMILISRITIÐ
23