Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 32
ez. Ætlar að sækja um skilnað og giftast honum“. „Þér eruð líka sá mesti kjáni, sem ég hef nokkru sinni fyrir- hitt!“ hrópaði ég. „Hvernig gat yður dottið í hug að skilja konu yðar eftir í öðru eins sorpbæli með þessum skuggalega Don Juan“. „Það var ef til vill ekki sem heppilegast“, svaraði Nymanns rólega. „Og meira að segja svo ó- venjufríða konu“, sagði ég. „O, jæja, snotur er hún“, svar- aði Nymanns. „Og hún veit það. Það er reyndar nærri því það eina, sem hún veit. Eg er þriðji maður hennar og Alvarez verð- ur númer fjögur. Ef ég hugsa aftur til hjúskapar, gifti ég mig ekki dýrindis farandbikar, held- ur einhverri ófríðri og viðmóts- þýðri stúlku, sem geðjast að börnum og þorir að borða sig sadda, og er ekki alveg úti á þekju, hvað snertir áhugamál mín. En um yagélyfið er það að segja, að okkur hefur ekki heppnast að ráða þessa gátu skóganna. Að vísu töluðuð þér ekki svo lítið, meðan þér voruð meðvitundarlaus, en ég held, að þar hafi ekki verið um f jarskynj- un að ræða, heldur áhrif undir- vitundar yðar. Skál! “ Nymanns tæmdi staupið, og ég er alveg sannfærður um, að hann henti gaman að mér, án þess að láta á því bera. Eg varð orðlaus af undrun. Nú fór ég að sjá hlutina í öðru ljósi. Það var auðséð, að læknirinn áleit sig ekki blekktan, óhamingjusaman eiginmann — þvert á móti var hann hinn ánægðasti. Ef til vill var hann ekki eins skammsýnn og hann leit út fyrir. Var það að yfirlögðu ráði, að hann lét konu sína dvelja í Buenoventura með Alvarez? „Hvaða gagn er að því, þótt konur séu fagrar eins og englar, ef fegurðin er þeirra eini kost- ur?“ sagði hann, eins og hann hefði lesið hugsanir mínar. „Þær eru eins og fagurt skrín, sem ekkert hefur að geyma. En fáum okkur eitt staup til. Við höfum sannarlega unnið til þess eftir svo erfiða ferð“. ENDIR FYRIRGEFNING. Kona nokkur kom til borgardómara og bað um skilnað frá manni sínum. ,,Hann hefur sýnt mér“, sagði hún, ,,allskonar óþokkabrögð. Og í gær braut hann alla matardiskana á hausnum á mér“. ,,Hefur maður yðar farið fram á að þér fyrirgefið honum *þetta?“ spurði dóm- arinn. ,,Nei“, svaraði hún. ,,Það var farið með hann í sjúkrabílnum áður en hann. gat talað við mig“. 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.