Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 21

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 21
hurfu hinar miklu eignir erki- biskupsstólsins undir konung. Varð Grip því aftur almennings- eign (þjóðjörð). En árið 1728 varð eyjan einkaeign, var þá seld Hans Horneman á uppboði fyrir 336 ríkisdali. Konungur af- salaði sér þar með öllum rétt- indum til eyjarinnar — þó með einum fyrirvara. Okkur kemur það í meira lagi einkennilega fyrir sjónir að sjá skrásett, að konupgur áskilji sér eignarrétt á gull- og silfurnámum á Grip, ef finnast skyldu síðar meir. Síðar urðu alloft eigenda- skipti. Það var ekki laust við, að eigendurnir ættu stundum í nokkru gróðabralli með eyjuna. Einn þeirra reyndi að nota sér bágar ástæður íbúanna til að kaupa hús þeirra og gera þá að leiguliðum. Aðeins 5—6 fjöl- skyldur gengu að því, hinar létu ekki bugast. Annars er það ljóst, að eyjarskeggjar hafa lengi búið við góðan efnahag, það sýna hinir háu skattar og afgjöld, sem þeir voru færir um að greiða. Frá 1780 til vorra daga, hafði stórkaupmaður í Kristian- sund afnot eyjarinnar í sínum höndum, og eyjan var einkaeign þangað til 1909, er Griphreppur keypti faseignir og eigendarétt- indi fyrir 110 000 krónur. Á ÞESSU tímabili gerðist merkisviðburður á Grip. Það var árið 1897, að eyjan var gerð að sérstöku bæjarfélagi. Það var eins og Grip hefði hvergi talizt eiga heima áður. Eyjan var hvorki sjálfstæður hreppur, né tilheyrði öðrum, og íbúarnir höfðu ekki einu sinni atkvæðis- rétt. Næstum allt frá aldamótum höfðu verið á döfinni ráðagerð- ir um, hversu þessum málum skyldi haga, þar til, eins og áð- ur er sagt, eyjan var gerð að sérstökum hreppi, með sínum tæplega 300 íbúum. Minnsti hreppur landsins — og farsæl- asti, mætti ef til vill segja. Eg gæti ímyndað mér það, eftir að hafa blaðað . í reikningum hreppsins. Síðan 1909 hefur að- eins einn maður þurft að þiggja sveitarstyrk, og á fjárhagsáætl- un áranna 1939—’40 voru ætlað- ar hvorki meira né minna en 16 kr. til lögreglu- og dómsmála. Enginn læknir býr á Grip. Þarfnist einhver læknishjálpar, er ekki um annað að gera, en skreppa til Kristiansund, eða í alvarlegu tilfelli, þegar skjótra aðgerð þarf við, sækja lækninn þangað. Að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt, er fólk hraust- ara á Grip en annarsstaðar. Að minnsta kosti þekkjast þar ekki sjúkdómar. Ekki er t. d. kunn- ugt um að nokkur íbúanna hafi veikzt af botnlangabólgu. HEIMILISRITIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.