Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 44
á öllum flugvöllum í landinu norðanverðu. Nægir það út af fyrir sig til þess að þeir fari sig- urför um Noreg? S., sem er gamalkunnugur fréttamaður hér, álítur alla Þjóð- verja, karla, konur og börn, eðl- isbundna manndrápara. Getur verið. En ég tók eftir því í Tier- garten í dag, að margir þeirra miðluðu íkornunum og fuglun- um af fátæklegum brauð- skammti sínum. Berlín, 2. maí 1940. Chamberlain hefur tilkynnt að Bretar hafi gefið upp allan Noreg sunnanverðan og miðhlut- ann, en það eru mikilvægustu hlutar landsins. Chamberlain viðurkenndi, að það var flug- herinn þýzki, sem kom í veg fyrir að Bretar gætu flutt skrið- dreka og fallbyssur á land á Aandalsnesi. En hvað var Chur- chill þá að raupa 11. apríl? Og hvað er um brezka flotann? Afrek þýzka hersins að brjót- ast um tvö hundruð mílna veg um Austurdal og Guðbrandsdal frá Osló til Þrándheims og halda á meðan Þrándheimi með litlu liði gegn árásum Bandamanna að sunnan og norðan er áreiðan- lega stórkostlegt. Og öll taka Noregs er efalaust glæsilegt hernaðarafrek, þó að gripið væri til svívirðilegustu svika. Berlín, 4. maí 1940. Flugfloti Görings hefur leyst fjögur lífsnauðsynleg hlutverk í Noregi. í fyrsta lagi varði hann skipaleiðina um Kattegat fyrir brezkum herskipum og gerði Þjóðverjum þannig kleift að flytja um hana landher, fallbyss- ur og skriðdreka eftir vild. í öðru lagi varði hann brezka flotanum eða fældi hann frá því að ráðast á hinar nauðsynlegustu hafnir, sem voru í höndum Þjóð- verja, Stafanger, Björgvin og Þrándheim. í þriðja lagi gerði hann Bretum ófært, eins og Chamberlain viðurkenndi, að setja stórar fallbyssur og skrið- dreka í land á höfnum þeim, er þeir ré'ðust inn í til landgöngu. í fjórða lagi auðveldaði hann landher Þjóðverja framrásina um torsótt land með því að láta sprengjum og vélbyssuskothríð rigna viðstöðulítið niður á stöðv- ar óvinanna. Með öðrum orðum, hann olli aldahvörfum í baráttunni um Norðursjó og nærliggjandi lönd. Eg átti tal við kunningja minn úr lögregluliðinu í dag. Hann býst við, að innan fárra vikna snúist styrjöldin upp í sprengju- árásir á stórborgir, og jafnvel gashernað. Eg er á sama máli. Hitler vill ljúka ófriðnum í sum- ar, ef hann getur. Geti hann það ekki, þrátt fyrir alla sigra Þjóð- 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.