Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 44

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 44
á öllum flugvöllum í landinu norðanverðu. Nægir það út af fyrir sig til þess að þeir fari sig- urför um Noreg? S., sem er gamalkunnugur fréttamaður hér, álítur alla Þjóð- verja, karla, konur og börn, eðl- isbundna manndrápara. Getur verið. En ég tók eftir því í Tier- garten í dag, að margir þeirra miðluðu íkornunum og fuglun- um af fátæklegum brauð- skammti sínum. Berlín, 2. maí 1940. Chamberlain hefur tilkynnt að Bretar hafi gefið upp allan Noreg sunnanverðan og miðhlut- ann, en það eru mikilvægustu hlutar landsins. Chamberlain viðurkenndi, að það var flug- herinn þýzki, sem kom í veg fyrir að Bretar gætu flutt skrið- dreka og fallbyssur á land á Aandalsnesi. En hvað var Chur- chill þá að raupa 11. apríl? Og hvað er um brezka flotann? Afrek þýzka hersins að brjót- ast um tvö hundruð mílna veg um Austurdal og Guðbrandsdal frá Osló til Þrándheims og halda á meðan Þrándheimi með litlu liði gegn árásum Bandamanna að sunnan og norðan er áreiðan- lega stórkostlegt. Og öll taka Noregs er efalaust glæsilegt hernaðarafrek, þó að gripið væri til svívirðilegustu svika. Berlín, 4. maí 1940. Flugfloti Görings hefur leyst fjögur lífsnauðsynleg hlutverk í Noregi. í fyrsta lagi varði hann skipaleiðina um Kattegat fyrir brezkum herskipum og gerði Þjóðverjum þannig kleift að flytja um hana landher, fallbyss- ur og skriðdreka eftir vild. í öðru lagi varði hann brezka flotanum eða fældi hann frá því að ráðast á hinar nauðsynlegustu hafnir, sem voru í höndum Þjóð- verja, Stafanger, Björgvin og Þrándheim. í þriðja lagi gerði hann Bretum ófært, eins og Chamberlain viðurkenndi, að setja stórar fallbyssur og skrið- dreka í land á höfnum þeim, er þeir ré'ðust inn í til landgöngu. í fjórða lagi auðveldaði hann landher Þjóðverja framrásina um torsótt land með því að láta sprengjum og vélbyssuskothríð rigna viðstöðulítið niður á stöðv- ar óvinanna. Með öðrum orðum, hann olli aldahvörfum í baráttunni um Norðursjó og nærliggjandi lönd. Eg átti tal við kunningja minn úr lögregluliðinu í dag. Hann býst við, að innan fárra vikna snúist styrjöldin upp í sprengju- árásir á stórborgir, og jafnvel gashernað. Eg er á sama máli. Hitler vill ljúka ófriðnum í sum- ar, ef hann getur. Geti hann það ekki, þrátt fyrir alla sigra Þjóð- 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.