Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 52
fara þær í flugvél til New York. Hef haft áhyggjur af þessu í allan dag. — Ef ítalir ráðast á Frakkland, getur orðið erfið leið eða ófær frá Genf til Spánar. Berlín, 16. maí 1940. Ég sá áðan á blaðamanna- fundinum í útbreiðslumálaráðu- neytinu tvær filmuspólur, sem ekki höfðu komist í klærnar á filmvörðunum. Þær sýndu, hvernig þýzki herinn brauzt í gegnum Belgíu og Holland og álitlegan árangur af drepvæn- um sprengjum Þjóðverja. Borg- ir lagðar í auðn, dauðir menn og hestar lágu eins og hráviði og mekkir gusu upp af mold og leir þar sem þær komu niður. Þá æpti Þjóðverjinn, sem kynnti myndina: „Þannig hellum vér hruni og dauða yfir óvini vora“. Myndin varð mér á vissan hátt heildartákn um þýzku þjóðina. Undir sólsetur gengum við Joe Horsch um Tiergarten og okkur kom saman um þetta: — Hin villimannlegu múgmorð á óvinum og eyðing með eldi og stáli er Þjóðverjanum fögur fullnæging og sigur í sókn að háleitu markmiði. Hann má brenna heimili þeirra og drepa konur og börn. En ef óvinurinn leikur hann eins, þá er það villi- mennska og níðingsverk á varn- arlausum sakleysingjum. Mynd- in minnti okkur á Freiborg, þar sem Þjóðverjar staðhæfa nú, að Bandamenn hafi drepið þrjátíu og fimm menn í sprengiárás, þar á meðal þrettán börn, sem sögð eru hafa verið á barnaleik- velli þegar loftárásin var gerð! Og kynnirinn æpti: „Þannig varpa hinir villimannlegu og samvizkulausu óvinir vorir sprengjum á saklaus þýzk börn, drepa þau og myrða“. „Það er gamla sagan“, sagði ég við Joe. „Þjóðverjar þykjast hafa allan rétt, en engar skyld- ur“. Heyrði til Roosevelts 1 stutt- bylgjuútvarpi, þegar hann flutti þinginu sérstakan boðskap. Mér fannst hann vera í essinu sínu. Hann lagði til, að við létum smíða 50,000 flugvélar á ári og afgreiddum pantanir Banda- manna tafarlaust. Hann sagði, að Þjóðverjar hefðu nú 20,000 flugvélar, en Bandamenn 10,000 og munurinn færi vaxandi. — í kvöld stendur fyrir dyrum stórorusta, ef til vill úrslitaor- usta styrjaldarinnar á 125 mílna langri víglínu frá Antwerpen um Namur og suður fyrir Sedan. Svo virðist, sem Þjóðverjar ætli að leggja fram allan afla sinn, og hann er mikill. — Framrás þeirra í Belgíu virðist hafa stöðvast við Maas og virkin við Dyle nokkru norðar. 50 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.