Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 52

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 52
fara þær í flugvél til New York. Hef haft áhyggjur af þessu í allan dag. — Ef ítalir ráðast á Frakkland, getur orðið erfið leið eða ófær frá Genf til Spánar. Berlín, 16. maí 1940. Ég sá áðan á blaðamanna- fundinum í útbreiðslumálaráðu- neytinu tvær filmuspólur, sem ekki höfðu komist í klærnar á filmvörðunum. Þær sýndu, hvernig þýzki herinn brauzt í gegnum Belgíu og Holland og álitlegan árangur af drepvæn- um sprengjum Þjóðverja. Borg- ir lagðar í auðn, dauðir menn og hestar lágu eins og hráviði og mekkir gusu upp af mold og leir þar sem þær komu niður. Þá æpti Þjóðverjinn, sem kynnti myndina: „Þannig hellum vér hruni og dauða yfir óvini vora“. Myndin varð mér á vissan hátt heildartákn um þýzku þjóðina. Undir sólsetur gengum við Joe Horsch um Tiergarten og okkur kom saman um þetta: — Hin villimannlegu múgmorð á óvinum og eyðing með eldi og stáli er Þjóðverjanum fögur fullnæging og sigur í sókn að háleitu markmiði. Hann má brenna heimili þeirra og drepa konur og börn. En ef óvinurinn leikur hann eins, þá er það villi- mennska og níðingsverk á varn- arlausum sakleysingjum. Mynd- in minnti okkur á Freiborg, þar sem Þjóðverjar staðhæfa nú, að Bandamenn hafi drepið þrjátíu og fimm menn í sprengiárás, þar á meðal þrettán börn, sem sögð eru hafa verið á barnaleik- velli þegar loftárásin var gerð! Og kynnirinn æpti: „Þannig varpa hinir villimannlegu og samvizkulausu óvinir vorir sprengjum á saklaus þýzk börn, drepa þau og myrða“. „Það er gamla sagan“, sagði ég við Joe. „Þjóðverjar þykjast hafa allan rétt, en engar skyld- ur“. Heyrði til Roosevelts 1 stutt- bylgjuútvarpi, þegar hann flutti þinginu sérstakan boðskap. Mér fannst hann vera í essinu sínu. Hann lagði til, að við létum smíða 50,000 flugvélar á ári og afgreiddum pantanir Banda- manna tafarlaust. Hann sagði, að Þjóðverjar hefðu nú 20,000 flugvélar, en Bandamenn 10,000 og munurinn færi vaxandi. — í kvöld stendur fyrir dyrum stórorusta, ef til vill úrslitaor- usta styrjaldarinnar á 125 mílna langri víglínu frá Antwerpen um Namur og suður fyrir Sedan. Svo virðist, sem Þjóðverjar ætli að leggja fram allan afla sinn, og hann er mikill. — Framrás þeirra í Belgíu virðist hafa stöðvast við Maas og virkin við Dyle nokkru norðar. 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.