Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 42
--------------------------------1 Spurningar og svör { .......................... mmJ GRÆNMETI CXi BÆTIEFNI. Sp. Eg hef komið mér upp dálitlum grænmetisgarði handa fjölskyldunni. Nú er mér ekki grunlaust um að næringar- efni grænmetis sé meira eða minna skemmt við matreiðsluna. Þú gætir nú ekki gefið mér nokkur heilræði í þess- um efnum. S. J. Sv.: Matreiddu grænmetið nýtt upp úr garðinum. Taktu ekki hýðið utan af garð- ávextinum og sjóddu hann í heilu lagi, ef unnt er. — Legðu hann aldrei í bleyti. Málmsölt og einnig B og C vítamín eyð- ast í vatni. Láttugrænmetið ofan í sjóð- andi vatn, þegar þú ætlar að elda það, og hafðu vatnið eins lítið og hægt er að komast af með — venjulega er hægt að komast af með 2—3 sm. djúpt vatn í pottinum. Láttu sjóða vel, en ekki lengi. Hafðu lokið þétt ofan á pottinum og taktu það ekki af nema þú megir til. Notaðu soðið í súpur eða framreiddu grænmetið í því. — Forðastu að láta natrón saman við grænmeti, því það skemmir lit, bragð og bætiefni. Borða skal grænmetið strax og það hefur verið soðið (ef það er ekki borðað hrátt). Sé það geymt soðið — eða hrátt — missir það bætiefnin. Matreiðið hæfilega mikið í einu, því að upphitaðar grænmetisleif- ar hafa lítið næringargildj. ER HANN SKYLDUR MÉR? Mér þótti góð greinin í síðasta Heim- ilisriti, sem var eftir C. R. Adams. En ég vona að þú móðgist ekki þó að ég spyrji hvort hann sé nokkuð skyldur þér. er viss um, að marga fleiri langar til að vita svar við þeirri spurningu. Ég bíð alltaf með óþolinmæði eftir út- komu ,,ritsins“ og les það með mikilli ánægju, ekki sízt dálkana þína. Hvernig líst þér á skriftina? Þrítug húsmóðir. Dr. Clifford R. Adams er yfirmaður ..Marriage Counseling Service, Pennsyl- vaniaí State College, School of Educa- tion", og skrifar mánaðarlega nokkrar smágreinar í ameríska tímaritið ,,Com- panion". Onnur deili veit ég ekki á honum, en auðvitað getur hann verið eitt- hvað^skyldur mér fyrir því. Skriftin gæti verið betri. Þú hefur auð- sjáanlega fengist töluvert við skriftir og skrifar fremur skýrt, en hefur ekki hirt um að vanda rithöndina. Mætti segja mér að þú værir samt töfrandi kona, sem maðurinn þinn gæti verið ánægður með. SÓLSKIN OG HRUKKUR. Sp.: Er það rétt, sem ég hef heyrt haldið fram, að ef maður er mikið úti í sólskini sé háett við að maður fái hrukk- ur? Ef svo er, geturðu þá gefið nokkuð ráð gegn því? Ó. S. Sv.: Já, Mörgum hættir við að fá hrukkur, ef þeir eru mikið í sólskini. Gættu þess að hafa sólgleraugu í sterku sólskini. Þau fara vel við andlit með rauðar varir! SVÖR TIL VEGAVINNMANNS. 1. Víkingsprent. — 2. Nei, tæplega. — 3. Já, verið getur þið. — 4. Bókasafni Há- skólans, Reykjavík. — 5. Hvert hefti, sem út hefur komið, kostar 5 krónur. Janúar- og febrúarheftin 1944 fást ekki sérstök, þótt enn megi fá þau, ef allur árgangur- inn er keyptur. Fleiri hefti munu vera á þrotum. Annars gefur skrifstofa Víkings- prents frekari upplýsingar. 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.