Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 8
Þá funaði Alexander upp og
hann dró hnífínn úr slíðrum. En
snikkarinn liljóp í bátinn ög
stjakaði frá, og þegar liann var
hólþinn ög öruggui- nokkra
faðma frá landi hrópaði hann að
hann ætlaði að kæra flakkarann
fyrir yfirvöldunum.
Dagarnir liðu.
Alexander gamli „Splint“ kom
á bát sínum og vildi fá son sinn
um borð, en Alexander yngri
færðist undan og krafðist þess
að fá að vera um kvrrt út ráðn-
ingartímann. Og' hann hafði víst,
ginnt föður sinn með því að
hann myndi enn stéla miklu af
bænum, því tatarabáturinn
sigldi á brott án þess Alexander
yngri væri þar innanborðs.
Alexander sagði við Leonördu:
Svalan er kornin. Er ekki ráð
að þú gangir með mér niður á
bryggju og látir mig fara að
beykja tunnur og trog fyrir sum-
arvertíðina?
Hana grunaði víst ekki enn
við hvern lnín átti, hún gerði sér
upp hæðnissvip og mælti:
Það þori ég vel.
En hæðnissvipurinn var víst
ekki annað en yfirskin og tví-
skinnungurinn í orðum hans var
henni ekki jafn ógeðfelldur og
áður. Hún sá að ást, hans varð
heitari með degi hverjum.
Þau höfðu ekki verið örskots-
stund á bryggjunni þegar Alex-
ander hremmdi hana og hélt
henni fastri og kyssti hana á
munninn hvað eftir annað.
Þú ert genginn af vitinu, sagði
hún og smeygði sér úr faðmi
hans rjóð og með andköfum.
Á ég nú aftur að fara á morg-
un? sagði hann.
Að þessu sinni svaraði Leon-
arda stillilega:
Það fer eftir því hvernig þú
heg'ðar þér.
Eg skal aldrei gera það fram-
ar, sagði hann.
Hann efndi eklci loforð sitt.
Hann laug iðulega og lét hana
ekki í friði.
Og sá dagur kom að hjarta
Leonördu tók að hneig'jast all-
mjög að þessum þeldökka heið-
ingja.
Betri var hún ekki og ekki
heldur stoltari. Honum varð
ekkert ágcngt með hana fvrstu
vikumar, en fjórðu vikuna
horfði hún á hann heitum -og
dökkum augum. Og það var ein-
mitt á veldisdögum laufsprot-
anna og hinríá viðsjárverðu ljósu
nátta í Norðui'-Noregi. Loks
gekk hún út að mógröfunum og
steig niður til hans með miðdeg-
isverðinn, þótt hún hefði vissu-
lega getað sett hann frá sér á
mógrafarbakkann eins og venju-
lega. En þetta gerði hún til að
komast eins nálægt honum og
kostur var.
(i
HEIMILISRITIÐ