Heimilisritið - 01.01.1948, Page 61

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 61
segja, monsieur, er, að fjand- menn hennar hafi mestmegnis verið kvenfólk“. Kenneth Marshall leit á hann. ,',Já“, sagði hann. „Vitið þér ekld af neinum kárí- rrianni, sem myndi hafa borið haturshug til hennar?“ „Nei“. „Hafði hún kynnst nokkrum af gestunum hér áður?“ „Ég held að hún hafi hitt Red- fern áður — einhversstaðar. Að öðru leyti, held ég að eklíi sé um neinn að ræða“. Það varð þögn. Svo spurði Weston: „Hvenær sáuð þér konuna yðar síðast?“ IHarshall svaraði eftir augna- bliks þögn: „Ég leit inn til hennar um leið og ég fór til morgunvérðar — um níuleytið“. „Afsakið, höfðuð þið sitt hvort svefnherbergið?“ „Já“. „Hvað var hún að gera?“ „Hún var að opna nokkur sendibréf“. „Var hún nokkuð öðruvísi í framkomu en hún átti að sér?“ „Nei“. Hercule Poirot sagði: „Minritist hún nokkuð á, hvað stæði í þessum bréfum“. Aftur lék dauft bros um varir Marshalls. „Ef ég man rétt, sagði hún að það væru bara reikningar“. „Hvenær fór hún venjulega á fætur?“ „Svona tíu til ellefu — vana- lega nær ellefu“. „Ef hún sæist á ferli klukkan tíu á sláginu, væri það þá eklci nolckuð óvanalegt?“ „JÚ, það var mjög sjaldan að hún færi niður svo snemma". „En það gerði hún samt í morgun. Vitið þér nokkra ástæðu til þess?“ Marshall sagði, án þess að láta sér bregða: „Ég hef enga hugmynd um það. Ef til vill hefur veðrið átt, sinn þátt í því — það er sérlega indælt véðrir —“. „Söknuðuð þér hennar seinna?“ Marsháll hreyfði sig til í stólnum. „Ég leit inri til hennar, rétt eftir morgunverðinn“, sagði hann. „Þar var enginn. Ég varð dálítið hissa“. „Og svo komuð þér niður á ströndina og spurðuð mig, livort ég hefði séð hana“, sagði Poi- rot. „Já“. Marshall hækkaði róm- inn. „Og þér sögðust ekki —“. Hið rólega augnaráð Poirots breyttist í engu. Hann strauk léftilega rim yfirvaraslceggið. Weston spurði: HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.