Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 5
í hótelherbergið sitt, örmagna af þreytu og geðshræringu. En í þessu sálarstríði varð honum allt í einu ljóst, að þó hann hefði ekki safnað auði í siglingunum, hafði hann þó eign- azt annað, sem ekki var síður nauðsynlegt í lífsbaráttunni. Hann bjó nú yfir þroska, lífs- reynslu og víðsýni þess manns, sem í mörgu hefur lent og mörgu misjöfnu kynnzt á leið sinni — og fyrsta boðorð slíks manns er að taka öllu, sem að höndum ber, með stóískri rósemi. Þegar hann svo fór að yfirvega málið frá öll- um hliðum, varð hann að játa með sjálfum sér, að stúlkan gat ekki beðið hans að eilífu. Þau gátu ekki skrifazt á, vegna þess að hann hafði hvergi fast heim- ili og var alltaf að skipta um skip, í þeirri von að finna leið til skjótrar auðsöfnunar. En hann skrifaði henni öðru hverju á ódýr póstkort, sem hann keypti í hafnarborgum víðsvegar um heim. Þau höfðu líka verið svo ung, þegar hann fór að heiman, að trúnaðareiðurinn, sem þau sóru hvort öðru kvöldið áður en hann fór til skips, gat tæpast tal- izt gildur eftir að æskuskeiðinu sleppti og alvara lífsins blasti við. En einmitt þessi eiðstafur hafði haldið honum sjálfum á réttum kili, forðað honum frá APRÍL, 1955 freistingum hafnarbæjanna og gert hann að greindum og dug- andi manni, sem hafði augu og eyru opin fyrir því, sem gerðist í kringum hann. Þegar hann þannig hafði fært fram málsvörn fyrir unnustu sína, snerist óvildin og gremjan, sem greip hann, þegar hann sá hana í garðinum, upp í hlýhug, og ástareldurinn, sém kviknað hafði í brjósti hans er hann var unglingur, slokknaði ekki, held- ur tók sér bólfestu djúpt í leynd- ustu fylgsnum hjarta hans. Skömmu síðar komst hann í kynni við merkan bókaútgef- anda, og varð að samkomulagi á milli þeirra, að Ragnar skrifaði eitthvað af endurminningum sínum frá siglingunum. Þetta varð honum kærkomin afþrey- ing í aðgerðarleysinu og gaf lífi hans nýtt inntak, auk þess færði það honum sæmilegar tekjur. Hann fór upp í sveit og vann þar að bók sinni það sem eftir var sumars. Bókin kom út í byrjun desem- ber og seldist upp á svipstundu. Hennar var getið í flestum blöð- unum og fékk góða dóma. Var höfundurinn mjög hvattur til að halda áfram á þessari braut. Ragnar var því um þessar mund- ir á hraðri ferð upp frægðarstig- ann. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.