Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 7
dyragættinni, sá sami og legið
hafði á grasflötinni forðum. Þeg-
ar drengurinn sá hann, hrópaði
hann.
— Pabbi, ég er kominn. Þessi
góði maður hjálpa Óla heim.
Maðurinn kom hlaupandi,
þreif hönd Ragnars og hristi
hana ákaft um leið og hann sagði:
— Ég á yður mikið að þakka,
við vorum í þann veginn að
hringja á lögregluna og hefja
leit að þessum litla prakkara.
Við leyfðum honum að skreppa
til jafnaldra síns í næsta húsi,
en þegar fór að skyggja, hringd-
um við þangað og þá kom í ljós,
að hann hafði ekki látið sjá sig
þar. Okkur grunaði þá strax, að
búðargluggarnir hefðu freistað
hans, því í gær fór hann með
mömmu sinni í nálægustu búð-
irnar hérna. . . . En hvað erum
við að hugsa. Hér stöndum við
úti, og ég veð elginn, 1 stað þess
að koma okkur inn í hlýjuna!
Ragnar ætlaði af afsaka sig og
koma sér á brott, en þessi við-
kunnanlegi, fertugi maður, tók
ákveðið undir hönd hans og
leiddi hann inn.
— Þér verðið að koma og
þiggja með okkur eitt glas og
lofa okkur að heyra, hvar þér
funduð „glataða soninn“, sagði
hann hlæjandi um leið og þeir
komu inn í anddyrið.
Ragnar kannaðist vel við sig
hér. Hann og Elín höfðu verið
leiksystkini frá bemsku og oft
leikið sér heima hjá henni, eink-
um ef faðir hennar var ekki
heima. En hann var embættis-
maður og hafði mjög gamaldags
skoðanir á bamauppeldi og
stéttaskiptingu þjóðfélagsins.
Það var einmitt eftir að hafa
hlýtt á eina prédikun gamla
mannsins, um þær kröfur, sem
hann gerði til þeirra, er teljast
vildu fjárhagslega sjálfstæðir,
færir um að sjá sér og sínum far-
borða, að Ragnar tók þá ákvörð-
un að fara í siglingar og reyna
að afla sér auðs.
Og nú var gamli maðurinn dá-
inn fyrir mörgum árum.
Og vafalaust gæti hann hvílt
í friði í gröf sinni vegna ráða-
hags dótturinnar, því þessi festu-
legi miðaldra maður bar það
með sér, að hann var einn af
þessum f járhagslega sterku borg-
urum, sem gamli maðurinn hafði
haft svo mikið dálæti á.
Elín gekk nú fram í eldhúsið,
en húsbóndinn tók drenginn við
hönd sér og sagði brosandi við
Ragnar.
— Viljið þér afsaka mig eina
mínútu, meðan ég fer með dreng-
inn inn í svefnherbergi til móð-
ur hans — hún er dálítið lasim
í dag — og hún er talsvert ótta-
APRÍL, 1955
5