Heimilisritið - 01.04.1955, Side 9
ég þekkti ekki, lá við fætur þér
— og lítill drengur lék sér að
því að hlaupa á milli ykkar. — Ég
taldi mér trú um, að þetta væri
maður þinn og sonur. Ég sneri
frá og mér leið ekki vel. Skömmu
síðar hitti ég bókaútgefandann
minn og þá var ákveðið að ég
skrifaði eitthvað um það, sem
ég hefi séð af heiminum. Ég
sökkti mér þá niður 1 það og
reyndi að gleyma — og mér
tókst það, að svo miklu leyti,
sem hægt er að gleyma þeim,
sem maður elskar, en veit að er
sér að eilífu tapaður. Þar til í
dag, að ég rakst á þennan dreng-
snáða fastan í rimlagirðingu. Ég
fylgdi honum hingað, þó að mér
væri það þvert um geð, og svo
komst þú í dyrnar, og þess vegna
er ég nú hérna staddur. . . .
— Og guði sé lof, að svo er,
sagði Elín og leit á hann augum,
sem glitruðu eins og jólastjörn-
ur. — Þú hefur orðið fyrir hræði-
legum misskilningi, vinur minn,
af því að svona stóð á, þegar þú
komst hingað heim í sumar.
Maðurinn, sem þú sást þá, er
hinn sami og bauð þér hingað
innáðan. Hann er Vestur-íslend-
ingur, rithöfundur, og vinnur nú
að samningi stórrar skáldsögu,
sem gerist á íslandi. Hann er
giftur frænku minni, sem er
mjög heilsutæp. Og þar sem ég
á þetta stóra hús og hafði ekk-
ert að gera við það allt eftir að
pabbi dó, bauð ég þeim að dvelja
hjá mér, meðan þau vildu —
ég gat líka litið eftir frænku
minni og annazt hana, og það
hefir verið mér mikils virði í
hinni löngu og erfiðu bið eftir —
þér.
Hér þurfti ekki meiri mála-
lenginga við. Elskendurnir féll-
ust í faðma og hurfu inn í al-
gleymi það, sem þeim einum
opnast, er örlagadísirnar af dutt-
lungum sínum sameina eftir
löng og þungbær samveruslit. *
Skrýtlur
Eiginmaðnrinn (kemur mjög cestur
inn til konu sinnar): — Skepnan þ!n!
Eg veit allt!
Konan: — Nei — nú ýkirðu vist
Einar! Hvenær dó Jón Sigurðsson, til
dæmis?
★
Eiginmaðurinn (við konu sína, sem
tekur bundinn og ætlar að berja bann
til blýðni): „Ussu-sussu-sussu! Þetta
þýðir ekki! Þú getur aldrei tamið bann
með þessu móti.“
Eiginkonan: „ O — það þarf bara
þolinmæði. Þú varst alveg si-svona til
að byrja með!“
★
Halli: Víkurðu ekki alltaf til vinstri,
þegar þú mætir btl?
Óli: Nei, ég fer eftir reglu Jóns Sig-
urðssonar: Aldrei að víkja!
APRÍL, 1955
7