Heimilisritið - 01.04.1955, Page 13

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 13
II. Ertu góð eiginkona? 1. Læturðu hann færa þér morgunkaffið í rúmið? 2. Leggurðu hald á morgun- blöðin, áður en hann hefur fengið að sjá þau? 3. Masarðu af ákefð og ánægju, • þegar hann vill fá næði til að lesa bréf? 4. Læturðu sjá þig í óvirðuleg- um og óhreinum morgun- flíkum? 5. Notarðu bitlausan búrhníf? 6. Neyðirðu hann til að eta búð- ing, sem hann síður en svo langar til, aðeins til að særa ekki matreiðslumanninn? 7. Læturðu hann fá uppáhalds- réttinn sinn svo oft, að hann verði Leiður á honum, og seg- ir þá: „Hvað er að heyra, þú sagðir mér, að þér þætti þetta svo gott?“? 8. Seturðu mat á diskinn hjá honum, eftir að hann hefur afþakkað það? 9. Færðu hann til að klára það sem til er af matnum, sökum þess að hann geymist ekki til morguns? 10. Hættir þér til að kaupa of lítið í matinn að ástæðu- lausu? 11. Tekurðu við heimboðum fyr- ir hönd ykkar beggja, án þess að bera það fyrst und- ir hann? 12. Hættir þér til að koma með einhvern óþarfa og segja kæruleysislega: „Ég þurfti nú ekki nauðsynlega að fá mér þetta, en ég komst að svo góðum kaupum“? 13. Ertu yfirleitt að minna hann á: Alla þá menn, sem vildu giftast þér? Hvað hann hefur breytzt, síðan þið giftuzt? Að hann hefur fitnað? Að hann er ekki lengur „eins ungur og áður“? 14. Þegar hann leitar ráða hjá þér, svararðu þá: „Þú ræð- ur góði minn“? 15. Neyðirðu hann til að hlusta á og lifa sig inn í: Smávægilegustu innan- hússáhyggjur þínar? Einkaskoðanir þínar á bridge og brigdespilurum, sem hann hefur engan á- huga á? Hvers konar skrafsögui' kvenna? APRÍL, 1955 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.