Heimilisritið - 01.04.1955, Side 17
bráðin, sem eftir var. Þess vegna
lá hann hér í felum 1 þessari
kvistíbúð. En Antonio var líka
á hælum handlangara og kvenna
bófaflokksins. Rauðtoppa var
sennilega á flótta undan honum.
— Ertu viss um að það sé
hún? spurði Freddy.
— Þú þekkir hana í sjón, er
það ekki?
— Ojú! Þótt ég hafi reyndar
ekki séð hana oftar en þrisvar.
Þú manst að Markús var af-
brýðisamur! í þeim efnum
treysti hann aldrei félögum sín-
um. . . .
— Það er ekki út 1 hött að
þú ert kallaður Kvenna-Freddy.
— Má vel vera. Nú, en Rauð-
toppa hefur alið aldur sinn á
þessum fínu næturklúbbum.
Hún hefur gefið okkur margar
góðar bendingar. Ég sá hana
ekki oft, en það er nóg að hafa
horft á hana einu sinni — mað-
ur gleymir henni ekki aftur! Ef
ég gæti bara fengið að kíkja á
hana rétt í svip, án þess að hún
sæi mig . . .
— Sjálfsagt! Ég skal koma
því í kring.
Skömmu síðar hleypti Freddy
Rauðtoppu inn í fylgsni sitt.
Hún var grönn, hafði hvíta húð,
rauðan hárflóka, og freknur á
nefinu. En þessi stúlka var meir
en fríð sínum. Glóðin í grænum
APRÍL, 1955
augum hennar var tælandi heit
— það voru örlagaþrungin augu.
— Hvað viltu?
— Fá hér hæli! Það var með
naumindum að ég slapp frá
þeim.
— Þeir eru vonandi ekki al-
veg á hælunum á þér?
— Nei, þú getur verið róleg-
ur þess vegna! En ef ég verð allt-
af að vera að leita mér að nýj-
um og nýjum felustöðum, endar
það með því að þeir klófesta
mig. Feldu mig!
Þegar hann spurði Boukarian
hvort hann vissi um nokkurn
felustað, svaraði hann:
— Það eru takmörk fyrir því
hvað ég get útvegað marga felu-
staði. Þið verðið sjálf að ráða
fram úr þessu. En ég get flutt
annan legubekk hingað upp.
Það var ekki laust við að
Kvenna-Freddy kæmist dálítið
úr jafnvægi þegar hann sá fram
á að hann yrði að bjóða Rauð-
toppu upp á þessa merkilegu
sambúð. Einhver óþægileg til-
finning ríkti á milli þeirra. Þau
neyddust til þess að fara að tala
um Markús.
Þegar Rauðtoppa hafði skýrt
honum frá dauða Markúsar, og
þega’r Freddy hafði látið í ljós
samúð sína, voru þau tilneydd,
ókunnug hvort öðru eins og þau
voru, að fara að tala um þá sam-
15