Heimilisritið - 01.04.1955, Page 21

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 21
um. Dag einn á árinu 1684 var svo mikil mannþröngin, sem safnazt hafði til að fá snertingu, að sex eða sjö sjúklingar tróðust undir til bana. —Það er í frásög- ur færandi, að sagt er, að aldrei hafi látizt jafn margir úr eitla- berklum í Englandi og á ríkis- stjórnarárum hans. Englandskonungar útbýttu einnig „krampahringjum“, sem áttu að koma í veg fyrir krampa og flog. Hinrik VIII hélt þessum sið uppi, jafnvel eftir að hann hafði slitið sambandi við ka- þólsku kirkjuna, og ennþá er til bréf frá Önnu Boleyn, sem hljóð- ar þannig: „Mr. Stephens, ég sendi yður hérmeð krampahringi handa yð- ur og Mr. Gregory og Mr. Peter. Gjörið svo vel að skipta þeim eins og þér álítið bezt henta. — Anna Boleyn“. Edward VI lagði þennan sið niður. Elísabet drottning átti vígðan hring, sem hún bar milli brjósta sér, og hafði sá þá náttúru að „bægja burt óhollu lofti.“ Á miðöldunum voru trúar- lækningar í meiri metum en á nokkrum öðrum tíma síðan úr grárri forneskju. Þær voru „öld trúarinnar“, tímabil glæsilegra kirkjubygginga, en einkenni þess tímabils voru einnig sóða- skapur, guðfræðilegar kreddur og trúhræsni, plágur og farsótt- ir. Kristileg hjátrú komst þá á sitt hæsta stig. Eftir fall Rómaríkis spilltust lækningaaðferðir hinna grísku lækna fyrir áhrif kristindóms- ins. Grikkirnir voru hættir við prestalækningar og þeir höfðu vanið Rómverja af því að reiða sig á fjölda læknisgoða og göm- ul húsráð, en kennt þeim í þess stað skynsamlega og raunhæfa meðferð sjúkdóma. En með krist- indóminum urðu slíkar aðferðir að víkja fyrir trúarlækningum og hjátrú, sem ekki átti sinn líka nema með frumstæðustu þjóð- um. Miðaldakirkjan tók upp kenn- inguna um vald djöfla og púka meðal mannanna. Hún trúði á yfirnáttúrlega lækningu sjúk- dóma. Þessi djöflatrú kristinna manna var arfur frá Gyðingum, sem trúðu fullt og fast á djöfla og „djöfulæði“. Hin rökrétta lækning sjúkdóma var því að særa út djöflana. Jesús sjálfur læknaði með því að reka út djöfla, og kristnir menn fylgdu dæmi hans alls staðar með djöflasæringum. Ekkert hefur verið raunhæf- um og vísindalegum læknisað- gerðum eins mikill fjötur um fót síðast liðnar tuttugu aldir og APRÍL, 1955 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.