Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 29
í gær. Sorg og sársauka þyrmdi
yfir hann á ný. Lilly hafði verið
hamingjusöm hér í þessari stóru,
skuggalegu stofu með upplituðu
veggfóðri og ómáluðu gólfi. I
hennar augum var hún hallar-
salur.
— Hvað eigum við að kalla
það? hafði hún spurt daginn sem
þau fluttu í íbúðina.
— Kalla húsið? Húsið heitir
„Bellevue“.
— Já, ég veit það. En ég vil
kalla heimilið okkar sérstöku
nafni — okkar íbúð. Eg veit
hvað' við skulum kalla það,
iMike. „Gæfuhúsið“ — það er
einmitt réttnefni, finnst þér það
ekki?
Hann hafði faðmað hana og
þrýst henni þétt að sér. „Gæfu-
húsið“ — það var Jæssi stofa!
Hún hlaut að hafa elskað' hann
mjög heitt.
Mike kreppti hnefana í vös-
unum og hallaði sér upp að' dyra-
stafnum þar sem spjaldið hafði
hangið. „Gæfuhúsið“. Minning-
arnar spruttu fram í huga hans
— hver af annarri. Það var eins
og þær fvlltu stofuna og vektu
Lilly til lífsins aftur. Hann sá
hana fyrir sér með tárin í aug-
unum þar sem hún stóð yfir
fyrstu brenndu kökunum sín-
um. Hann sá hana koma hlaup-
andi á móti sér, hlæjandi og með
útbreiddan faðminn. Hann
heyrð'i hana syngja „Ég elska
þig“ meðan hún stóð úti í
dimmu eldhúsinu og steikti
vöfflur.
Það var sárt að minnast þess
alls — hræðilegt að hugsa til
alls þess sem hefði getað verið.
Nú átti hann hús, bifreið, eig-
ið fyrirtæki — allt það sem 'hann
hafði einu sinni lofað Lilly. En
hún var hér ekki lengur og gat
ekki notið þess með honum.
Þau höfðu verið gift í tvö ár
þegar Lilly trúði honurn fvrir
því að hún væri með barni.
— En við höfum ekki gert ráð
fyrir því á fjárhagsáætluninni,
Mike.
— Það gerir ekkert til, ástin
mín. Þetta voru mikil heillatíð-
indi. Nú verðum við' að fara að
leita okkur að nýrri íbúð þar sem
hægt er að breyta öðru herberg-
inu í barnaherbergi.
— Já, ég veit það, Mike, sagði
hún kvíðafull. — En þá verð-
urðu að eyða öllum peningunum
sem þú hefur sparað' saman til
að kaupa þér fyrir eigið fyrir-
tæki.
— Það táknar bara það að ég
verð að setja það á frest í tvö ár
enn. Og það er vel þess virði.
Þau gerðu sameiginlegar áætl-
anir um framtíðina og barnið'
APRÍL, 1955
27