Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 38
tíma og ótíma. Hún var hin hugs-
unarlausa, ljóshærða daðurdrós
holdi klædd — eins og þær voru
teiknaðar 1 skrýtlum. Það var
óhugsandi, að alfræðibókin gæti
rúmað allt það, sem Mavis
vissi. . . .
Samt var hún ekki ein af þess-
um teprulegu. Brian tók hana í
fang sér um miðnæturskeið úti í
Strandparkinum. Hún skríkti og
sagði, að það væri svosem auð-
séð, að honum leiddist ekki.
Undir öllum öðrum kringum-
stæðum myndi framkoma Mavis
hafa gert Brian óstyrkan, en nú
hafði slíkt ekki hin minnstu á-
hrif á hann.
— Mavis! sagði hann. . . .
Nú, en þið vitið framhaldið,
svo ég skal ekki eyðileggja tíma
ykkar.
Mavis tók hann ekkert sér-
staklega alvarlega. Hún sríkti
aftur, kallaði hann meiriháttar
ræningja og sagðist þora að
hengja sig upp á það, að þannig
talaði hann við allar konur, sem
hann hitti. Þess vegna varð hún
ekki hið minnsta hissa, þegar
Brian sveikst um að hitta hana
daginn eftir. Þá var hann líka
á leiðinni heim.
TVEIM DÖGUM síðar greip
dyravörður auðmjúklega í húfu-
skyggnið, þegar Brian Travers
ók gegnum járnvarið portið.
— Góðan dag, herra Travers!
Höfðuð þér ánægju af ferðinni?
— Já, takk, Martin — mikla
ánægju!
Inni í skrifstofubyggingunni
tók Gultz Guggenheimer, einn
af meiri háttar kvikmyndafram-
leiðendum Englands, á móti
Brian.
— Góðan dag, Travers! Hafið
þér skemmt yður? Ágætt! Við
erum allir reiðubúnir og bíðum
aðeins eftir yður. Ungfrú Fane
situr hér fyrir innan.
Brian fylgdist með Guggen-
heimer inn í kvikmyndatökusal-
inn. Þar var búið að koma fyrir
einhverju, sem átti að tákna
landslag við strönd. í miðju
landslaginu, þar sem allra augu
hvíldu, stóð bekkur við lítinn
læk. . . . Máni upp á mörg þús-
und kílóvött skein yfir hafið.
Ungfrú Fane og Brian settust á
bekkinn. Leikstjórinn rendi aug-
um að síðustu yfir sviðið.
— Færið hljóðnemann eilítið
til hægri. Gott. Nú eruð það þér,
Travers! Ég vona, að þér leikið
af svolítið meiri tilfinningu í
þetta skipti. Gerið allt, sem þér
getið. Munið, að þér elskið stúlk-
una. Þér sækizt raunverulega
eftir henni. Eru allir reiðubún-
ir? Vélina á!
36
HEIMILISRITIÐ