Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 41
• • •
FALSARINN
• • •
„Handsamið Jim Rispu!“
var viðkvæðið, þegar bankarnir
urðu varir við falsaðar ávísanir í stórum stíl.
FIMMTÍU ÁRA gamall, og
enn einu sinni var Jim Rispa
kominn í fangelsi. Jom var bit-
ur maður. Hann átti enga vini
og hann langaði ekki til að eign-
ast neina. Hann leit heiminn í
gegnum dökkleit gleraugu. Hann
urraði að öllu og öllum. Til voru
þeir, sem héldu hann vera með
lausa skrúfu, og margir fang-
elsisfélagar hans héldu hann al-
vitlausan.
Saga Jim Rispu er vel þekkt
í afbrotaheiminum. Hann var
ekki skírður Jim Rispa. Hann
hét að réttu lagi James en hafði
hlotið viðurnefnið Rispa. Betri
falsari en Jim fyrirfannst ekki
í öllu landinu og þó víðar væri
leitað. Og það, að vera góður
falsari, veitti honum frægð og
frama meðal afbrotamannanna.
Þegar Jim var barn, jafnvel
áður en hann byrjaði í skóla,
var hann alltaf með blýant í
höndunum. Þegar hann var
kominn á skólaldur, dáðust
kennarar hans að hæfileikum
hans með pennann. Frá því hann
hóf skólagögu og þar til hann
lauk skólanámi, kom Jim aldrei
með lélegt einkunnakort heim
til. sín.
Ekki vegna þess, að hann væri
svo góður námsmaður. Nei,
heldur fann hann það út, ekki
eldri en hann var, að hann hafði
sérstaka hæfileika til að falsa
nöfn. Þar af leiðandi hafði Jim
tvö einkunnakort í stað þess að
hin börnin höfðu eitt. Annað var
útbúið af kennaranum, og það
var ekki sem bezt. Hitt var út-
búið af Jim sjálfum, og það var
í sannleika sagt með beztu eink-
unnum. Hið falsaða kort, með
APRÍL, 1955
39