Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 43

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 43
komast að raun um, að glæpa- brautin er ekki rósum skrýdd heldur þyrnum. Og því frægari sem glæpamaður verður, því vissari getur hann verið í því, að lenaa í fangelsi fyrr eða síðar. — Jafnvel þó það sé í sambandi við glæp, sem hann hefur ekki framið. Þar af leiðandi leið ekki á löngu þar til Landssamband bankanna fór í hnotskóg eftir Jim. Þar sem um var að ræða verndun milljóna, spöruðu þeir ekkert til að hann mætti nást. Fengu þeir beztu leynilögreglu- menn heimsins til þess að rekja feril hans. Og að því kom að Jim var handsamaður, og hann dæmdur í fangelsi í fyrsta sinn. Frá þeim degi var Jim tíður gestur í fangelsunum. Ekki vegna þess, að honum væri far- ið að förlast í listinni. Heldur einmitt vegna þess, að hann var svo góður. Hvar sem banki var rændur með fölsunum, byrjaði sama hrópið: ,,Handsamið Jim Rispu. Þetta er eins og hann hafi verið að verki. Náið í Jim Rispu“. Og þeir náðu honum oft- ast. Svo nú finnum við Jim, þar sem við fundum hann í byrjun þessarar sögu — fimmtíu ára gamlan, niðurbrotinn og bitran mann. Hinar mörgu handtökur og fangelsanir höfðu ekki haft nein andleg áhrif á hann. Glæpa- flokkar forðuðust hann nú orðið vegna þess, að þeir vissu, að Jim fylgdu vandræði. í þetta skipti var Jim að af- plána fimm ár. Þar sem hann hafði orðið að vinna einn síns liðs, var hann fangelsaður tveimur vikum eftir að honum hafði síðast verið sleppt lausum. Klefafélagi Jims var fátækur,. saklaus einfeldningur, sem hét Ed. Þetta var hans fyrsta fang- elsisvist. Hann hafði unnið í banka, og unga konan hans hafði ágirnzt föt annarrar konu. Mað- urinn gat ekki staðizt freisting- una — og hann hafði stolið pen- ingum. Þeir höfðu úthlutað hon- um þremur árum til að athuga þetta með sjálfum sér. Nú, það er sönn staðreynd, að setjirðu tvær persónur saman i klefa í nokkum tíma, þá koma þær til með að hata hvor aðra_ Þegar önnur vill lesa, vill hin tala. Þegar önnur vill gleyma,. vill hin muna. Og brátt verður þetta þeim báðum óbærilega. Og þannig var það í þessu til- felli, en á hæsta stigi. Jim leit þannig á klefafélaga sinn, að hann væri hreinræktaður bjáni. — Al.lt tal hans, að því er Jim fannst, var leiðinlegt og kjána- legt bull. En fyrst og fremst APRÍL, 1955 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.