Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 48
sem lofaði að koma aftur „þeg-
ar rauðbrystingurinn byggði
hreiður sín að nýju“. Suzuki ber
ekki sama traust til Pinkertons
og húsmóðir hennar og hlýtur
fyrir það ávítur hennar. Butter-
fly: „Grátandi? Hvers vegua?“
Sharpless, ræðismaður, kemur
með bréf, þar sem Pinkerton
biður hann að bera Butterfly
þau boð að hann sé að koma til
landsins með amerískri eigin-
konu sinni. Butterfly verður svo
fagnandi þegar hún sér rithönd
hans og veit að hann er að koma
aftur, að ræðismaðurinn fær ekki
af sér að segja henni allan sann-
leikann. Hún neitar að hlusta á
Goro, sem er að reyna að koma
á hjónabandi hennar og Yame-
dori, auðugs aðalsmanns, jafnvel
þó bæði Goro og Sharpless reyni
að sannfæra hana um að brott-
för Pinkertons sé sama og skiln-
aður. Hún svarar þeim: „Þann-
ig kann það að vera í Japan, en
ég er bandarísk.“ Að lokum sýn-
ir hún þeim glóhærðan son sinn,
svo sem til að taka af allan efa.
Þegar fallbyssuskotin gefa til
kynna komu skipsins fer ræðis-
maðurinn burtu, hryggur í huga.
Butterfly og Suzuki skreyta hús-
ið blómum Pinkerton til heið-
urs og Butterfly bíður komu
hans. Þegar líður á kvöldið sofna
drengurinn og þjónustustúlkan,
en Butterfly, sem alltaf er hress
og fjörug, bíður stöðugt.
III. þáttur
í dögun bíður Butterfly enn.
Suzuki _kemur til hennar með
drenginn (Butterfly: „Elskan
mín, sefurðu ennþá“) og fær
hana til að hvílast. Pinkerton,
kona hans og Sharpless koma og
segja Suzuki sannleikann. Pink-
erton kemst við er hann sér
blómaskrautið og þolir ekki að
dvelja þarna lengur. Pinkerton:
„Ó, hve beiskur er ilmur þessara
blóma!“ Frú Pinkerton óskar
eftir að taka að sér son eigin-
manns síns og meðan hún er að
tala um það kemur Butterfly
inn. Sannleikurinn verður henni
nú ljós. Með aðdáanlegri ró
hlustar hún á mál frúarinnar og
veitir þau svör, að Pinkerton
skuli fá drenginn ef hann komi
að sækja hann að hálfri klukku-
stund liðinni. Þegar þau eru far-
in bindur hún fyrir augu sonar
síns og fær honum bandarískan
fána til að veifa. Að því búnu
ræður hún sér bana með sverði
föður síns, sem ber áletrunina:
„Dey með sæmd þegar eigi er
unnt að lifa með sæmd“. Loka-
söngur Butterfly: „Ó, þú, ást
mín og yndi“. Þegar Pinkerton
og Sharpless koma aftur er hún
skilin við. *
46
HEIMILISRITIÐ