Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 51

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 51
hafi afl til að slá hann í gólfið. Charles litaðist um. Sammy Torrant, sem að líkindum átti fjörlegri skemmtunum að venj- ast í náttklúbb sínum, virtist láta sér leiðast. Hann tottaði sljólega stóran vindil. Ike Pasek, sem hafði setzt fjórum sætum vinstra megin við Charles, hamr- aði fingrunum án afláts á kné sér. Leynilögreglumaðurinn renndi augunum til Brodstreet. Hnefaleikameistarinn virtist vera hinn sprækasti. Hann kink- aði kolli við því, sem Lyux Lene- kan var að segja við hann og hreyfði hægri höndina til svars. Charles skildi að hann var að benda umboðsmanninum á að hann hefði sært vinstri auga- brún Smiths. Aðstoðarmaður Smiths var að þvo sárið. NÆSTA lota, sem var sú fjórða í röðinni, varð úrslitalot- an. Brodstreet hafði hæft Smith tvisvar í andlitið með vinstri hnefa, og jafnskjótt reiddi hann hægri höndina til höggs. Smith riðaði og beygði sig fram svo að höggið geigaði, en rétti sig svo eldingarsnöggt upp aftur og hæfði Brodstreet undir höku- barðið svo höfuð hans hnykktist aftur á bakið. Evrópumeistarinn riðaði. Smith hjó til hans með vinstri hendi og hæfði hann í næstu andrá á hökubroddinn með þeirri hægri. Brodstreet féll og lá þangað til dómarinn hafði tal- ið upp að fimm. Þegar hann staulaðist á fætur hrakti Smith hann fram og aftur um pallinn í tæpa mínútu. Höggin dundu á bringu og höfði Brodstreets — og nýtt hökuhögg felldi hann á gólfið. Að þessu sinni lá hann hreyfingarlaus meðan dómarinn taldi. Áhorfendurnir ærðust. Dóm- arinn lyfti upp hönd Kid Smiths. Sammy Torrant sló öskuna af vindlinum. Ike Pazeki sat með opinn munn og góndi upp á pall- inn eins og naut á nývirki. Kid Smith hjálpaði Brodstreet að staulast út í hornið sitt. Fallni hnefaleikakappinn hristi vingl- aðan hausinn í sífellu. Jack Lint, blaðamaðurinn,. hristi líka höfuðið. — Mér þætti gaman að vita hvort þessi keppni var heiðarleg. Brod féll mjög eðlilega, en ég hefði ekki trúað því að óreyndu að Kid Smith gæti gefið svona þung högg, — Brad reyndi ekki einu sinni að verjast hökuhögg- um hans. Jæja, áhorfendurnir' eru áægðir. Við verðum víst að reikna efagirnina Brodstreet til tekna. APRÍL, 1955 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.