Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 54
IKE PAZEKI sat í veitingasal
íþróttahallarinnar og drakk
kaffi. Hann virtist ekki verða
glaður við að sjá lögreglumann-
inn og félaga hans nálgast borð-
ið.
— Ike, hóf Jack Lint máls. —
Munið þér eftir meistarakeppn-
inni? Þér hélduð að Brodstreet
myndi vinna, þótt þér væruð
einn um þá skoðun. Hvaðan
höfðuð þér upplýsingar yðar?
Ike Pazeki svaraði engu.
Charles hallaði sér að honum:
— Þér sögðuð að það væri
bara þvaður, að Brodstreet ætl-
aði að tapa með vilja. Þér sögð-
uð: — Ég hef mínar upplýsing-
ar frá áreiðanlegum manni! Við
hvað áttuð þér?
Pazeki svaraði honum engu
ennþá.
— Þá skal ég segja yður sann-
leikann, hélt Charles áfram. —
Einhver fékk yður bunka af
seðlum og bað yður að veðja á
Brodstreet. Og það var sami
maðurinn og kom þeim orðrómi
á stað að Brodstreet myndi tapa
viljandi. Hann gerði það einfald-
lega til að auka veðgróðann, var
það ekki? Yður var kunnugt um
það, og þess vegna svöruðuð þér
okkur eins og þér gerðuð. Ef til
vill vilduð þér gera Jack greiða,
eða kannske kunnuð þér ekki
við baktjaldamakk mannsins,
sem stóð á bak við yður. Þér
þurfið ekki að svara. En er þetta
nafn mannsins, sem fékk yður
peningana?
Charles skrifaði eitthvað á
blað og ýtti því yfir borðið til
Pazeki.
Pazeki kinkaði kolli. í sömu
svifum leit hann upp og yfir
herðar Charlesar. Það skein ótti
úr augum hans.
Nýr gestur var kominn inn í
salinn.
Lögreglumaðurinn sneri sér
við og kom auga á broshrukkað
andlit Lyux Lenekans.
— Góðan dag, góðan daginn,
sagði Charles fjörlega. — Ég
þurfti að hitta yður. Fáið yður
sæti. Ike var einmitt að segja
okkur frá íþróttasvindli, sem
snerist upp í það að verða tvö-
faldur svindill. Hlustið þér á,
það er eins og ævintýri: Það var
einu sinni hnefaleikakappi og
umboðsmaður hans, og þeir voru
báðir á kúpunni f járhagslega. En
þegar öll von virtist úti kom á
fund þeirra þekktur fésýslumað-
ur og bað þá að tapa keppninni.
Að minnsta kosti stóð hnefa-
leikakappinn í þeirri trú. En um-
boðsmaður hans var miklu
slyngari. Langar yður að heyra
hve slóttugur hann var?
— Ég heyri, sagði Lyux Lene-
kan og hagræddi sér í stólnum
52
HEIMILISRITIÐ