Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 64

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 64
,.Alls ekki,“ svaraði hann í viðskiptatón. „Taktu þessu bara með ró, svo að við getum rætt málið til hlítar.“ Hann skýrði fyrir henni, hversu mikil not hann gæti haft af henni, og að lokum tók hann um hönd hennar. „Hverju svararðu þá?“ „Ég get aðeins endurtekið það, sem ég sagði áður en ég vissi, hvert ég átti að fará,“ svaraði hún. „Ég er þakklátari en orð fá lýst, og mér finnst dásamlegt að fara heim aftur.“ ,Þá skulum við byrja undir eins,“ sagði hann brosandi. „Ég vil gjarnan að þú skrifir upp nöfn allra þeirra, sem starfa á herragarðinum. Þú skalt til- greina aldur þeirra, launakjör og hvað þeir hafa þjónað þar lengi.“ Hún laut yfir skrifblokkina, og hann sat kyrr og sá, hvernig hár hennar gljáði eins og kopar í lampaljósinu. Það var ekki fyrr en sígarettan fór að svíða fingur hans, að hann gat tekið á sig rögg og einbeitt sér að vinnunni. 9. kapítuli MORGUNINN eftir tilkynnti Bruce móður sinni, að Linda kæmi með þeim til Kinlock Hall, og hún leit undrandi upp frá ferðakistunni, sem hún var að láta niður í. „Hvað ertu að segja, Bruce? Hvaða dauðans vitleysu hefur þér dottið í hug?“ Þegar hún mætti augnaráði hans fann hún, að hann hafði tekið endanlega ákvörðun, og þar af leiðandi hélt hún áfram hóglátari: „Égheld þetta sé mjög misráð- ið hjá þér, og þú munt sanna til. að það verður bæði til óþæginda og ýmis konar vandræða að hafa hana með á herragarðinum.“ „Góða mamma,“ svaraði hann, ,,ég skil ekki hvers vegna þú skulir ekki fyrir löngu vera far- in að líta á Lindu sem fullgild- an fjölsyldumeðlim. Það er eng- in ástæða til að koma fram við hana eins og ókunnugan. Hún er ein af okkur og ber líka sama nafn og við.“ „Já, það hefur ekki vantað, að ég hafi haft tækifæri til að komast að raun um það,“ sagði hún önuglega, „og þú gerir auð- vitað það sem þér sýnist. Ég vil ekki ræða þetta mál við þig frek- ar. Þú hefur þegar tekið ákvörð- un, og fyrst svo er veit ég að þú slakar ekki til um hársbreidd, hvað svo sem ég segi. Sú var tíð- in, að þú tókst stundum tillit til skoðana minna, en það er orðið langt síðan. Ég er viss um, að 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.