Heimilisritið - 01.04.1955, Page 67
SPURNINGAR OG SVÖR.
(Framhald af 2. káfwsíðit).
liættu að stunda sjóinn, yrði sjómanna-
stéttin harla fámcnn. Gallinn er sá, að
þú hefur ekki enn sem komið er sam-
lagazt þcim aðstæðum, sem sjómanns-
kona þarf að gera, eða vanizt lífsvið-
horfum hennar. En vitanlega er það lít-
ill vandi. Konur sjómanna — eins og
konur svo margra manna, sem oft eru
að heiman, —• geta lifað cngu giidis-
minna lífi en hinar, sem varla mega um
frjálst höfuð strjúka fyrir karlinum sín-
um. Það væri hrein fjarstæða að rifta
trúlofuninni, ef þú berð hreina og ó-
mengaða ást til unnusta þíns.
GET ÉG TREYST HONUM?
Eg beyrhi nýlega, að kœrastinn minn
hefði komizt undir mannahendur á ung-
lingsárunum. ÞaS var í sambandi við
stúlku. Eg hef sfurt fólk, sem þekkir
hann, hvort þetta geti verið satt, en
allir hafa sagt, að þeir gœtu ekki trúað
neinu slíku á hann. Fyrir mitt leyti gct
ég sagt, að ég hef ekki orðið vör við
neitt óheilbrigt við hann. Finnst þér ég
geta treyst honum?
Kynni þín af piltinum hafa sýnt þér
fram á, að hann er heiðvirður og góður
drengur, og það álit hefurðu fengið
staðfest af fólki, sem hefur þekkt hann
Iengur og betur en þú. Ég ráðlegg þér
að treysta honum og þeim, sem honum
treysta, fremur cn að ljá eyra við orð-
rómi úr lausu lofti.
ÉG ELSKA HANN NÚNA
Fyrir tveimur árum umgekkst ég
ungan mann í nokkra mánuði. Hann
bað mín, en ég tók honum ekki. Siðan
hcf ég kynnzt nokkrum mónnum, cn
nú er mér Ijóst, að ég elska þann fyrsta.
Hann er með annarri stúlku, svo að
mér er um og ó að setja mig í samband
við hann á ný. Heldurðu að hann geti
elskað hana eins og hann clskaði mig
áður?
Unglingarnir verða svo fljótt ást-
fangnir — og ást þeirra fyrnist líka svo
fljótt. Það er ekkert líklegra en að pilt-
urinn hafi gleymt þér gersamlega, þótt
hann á sínum tíma hafi borið heitar
tilfinningar til þín — ef þær hafa þá
verið það í raun og veru. Sjálf er ég
þeirrar skoðunar, að þú gyllir um of
gamlar minningar um atburði, sem á
sínum tíma voru þér lítils virði.
SVÖR TIL ÝMSRA
Mér þykir leitt að geta ekki svarað
öllum bréfum, sem mér berast. Mörg
þeirra fjalla um málefni, sem ég hef
margsinnis svarað áður, og þau læt ég
mæta afgangi. — Þá eru líka ótal bréf,
sem mér berast frá ungu fólki, er lent
hefur í ástarsorgum. Ég svara þeim oft
ekki, og ég vona að það sé afsakað.
Bréfritarinn léttir á hjarta sínu mcð því
að segja einhverjum frá sorgum sínum,
og svo hefur tíminn kannske grætt sár-
in eða allt fallið í ljúfa löð, þegar næsta
hefti Heimilisritsins kemur út. En mér
þykir vænt um að fá slík bréf og finnst
þau bera vott um trúnaðartraust til
mín, sem er mér svo mikils virði og ég
mun ekki misnota.
Ef þér liggur eitthvað á hjarta og fc>ú fc>arft
að ráðfæra þig við vin þinn um áhyggjur fc>ínar
eða eitthvað slíkt, skaltu skrifa Evu Adams,
Heimilisritið, Garðastræti 17, Reykjavík. Enginn
nema hún sjálf fær að sjá bréf fc>itt.
Eva Adams
HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell,
Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Garðastræti 17,
Smar 5314.2673—Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. —
Verð hvers hefds er 8 krónur.