Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 46
hann hafi áður séð, svartir á lit og hafi hreyft sig settlega, en ekki fálmandi eins og venjulegir maurar. Um það bil einn af hverjum tuttugu var mikið stærri en félagar hans, og með óvenjulega stóran haus. Það var eins og þeir stjórnuðu athöfnum hinna minni maura. Þeir reigðu skrokkinn aftur á bak, eins og þeir þyrftu að nota framlimina til annars. Og hann hafði undar- legt hugboð um, að báðar þessar tegundir maura bæru eitthvað utan á sér, hefðu hluti festa á líkamann með hvítum böndum, eins og hvítum málmþráðum. Hann tók sjónaukann snögg- lega frá augunum, því honum’ var ljóst, að spurningin um hlýðni undirmannsins við skip- stjóra var nú orðin all áköf. „Það er skylda þín að fara um borð,“ sagði skipstjóri. „Eg skipa svo fyrir.“ Liðsforinginn virtist í þann veginn að neita. Höfuð eins -múlattans kom í ljós við hlið- ina á honum. „Eg álít, að maurarnir hafi drepið þessa menn,“ sagði Hol- royd allt í einu á ensku. Skipstjórinn var óður. Hann svaraði Holroyd engu, „Eg hef skipað þér að fara um borð,“ öskraði liann til undirmanns síns á portúgölsku. „Ef ])ú ferð ekki um borð strax, er það upp- reisn. — Uppreisn og bleyði- mennska! Hvar er hugrekkið, sem ætti að gagntaka okkur? Eg læt setja þig í járn, ég læt skjóta þig eins og hund.“ Hann byrjaði að bölva og formæla og dansaði til og frá um þilfarið. Hann steytti hnefana og hegð- aði sér eins og hann væri viti sínu fjær, og liðsforinginn, fölur og rólegur, stóð og horfði á hann. Skipshöfnin kom upp á þilfar, undrandi á svip. Skyndilega, þegar lát varð á ósköpunum, tók liðsforinginn hetjulega ákvörðun, rétti úr sér, bar liöndina upp að húf- unni og klifraði upp á þilfar fljótabátsins. „A,“ sagði Gerillo og slengdi saman skoltunum. Ilolroyd sá maurana hörfa undan stígvél- um liðsforingjans. Hann gekk hægt að liggjandi manninum, hikaði andartak og tók svo í jakkann á honum og sneri hon- um við. Svört ös af maurum þyrptist út úr fötunum, og da Cunha hörfaði í skyndi aftur á bak og stappaði tvisvar í þil- farið. Holrovd lyfti sjónaukanum. Hann sá dreifða maurana um- hverfis fæturna á liðsforingjan- um, og sá þá gera það, sem hann hafði aldrei séð maura 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.