Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 62
þess að skilja, hve mjög ég þarfnaðist þín.“ Hann dró mig fastar að sér. „Allt annað í lífi mínu er ófyrirleitin barátta, flá- ræði, undanbrögð. Þú ert hið eina sanna og hreina.“ Ég eldroðnaði í myrkrinu. Sönn! Hrein! Ef hann bara vissi! Ef hann hefði séð mig nokkrum klukkustundum fyrr, hálffulla í faðmi annars manns! Hann hélt áfram. „Fyrst ég er farinn að tala um baráttu, þá get ég sagt þér, að það er orðið all róstusamt á plantekrunni. Einn manna Tanners slóst við einn af okkar mönnum. Var næstum bú- inn að stofna til allsherjar slags- mála. Ég vona bara, að við kom- umst gegnum kosningarnar án þess að nokkur fái rýting í bak- ið.“ „Gerði ég mikið illt af mér með þessu frumhlaupi mínu?“ „Ekki svo mjög. Þó við töpum, átt þú enga sök á því.“ Hann gróf andlitið í hári mínu. „Ef við vinnum, getum við byrjað nýtt líf, trúðu mér.“ Ég trúði honum. Ekki að ég ætti „nýtt líf“ skilið, en á með- an hann vissi ekki um okkur Lonnie, ætlaði ég að láta sem ekkert hefði skeð. Daginn eftir var ég laus við hitann en ég var enn mjög kvef- uð, máttlaus og slæpt. Pete sagði 60 mér að vera kyrr í rúminu. Ég lá þar og hugsaði um það sama aftur og aftur. Hann á ekki kom- ast að því. Hann má aldrei kom- ast að því. Sektartilfinningin lá á mér eins og mara og ég vissi, að það sem eftir var lífs okkar myndi ekki verða byggt á lygi. En ég ætlaði að bæta fyrir brot mitt. Ég ætlaði að vera í einu og öllu eins og hann vildi. Ég ætlaði að taka þátt í störfum verkalýðsfé- lagsins. Ég skyldi vera Vera Snowden og Ellen Hale í einni og sömu persónu. Ég gat gert hvað sem var, verið hvað sem var á meðan Pete hélt áfram að elska mig. Hann kom heim klukkan sex. „Ef þér geðjast ekki að því, sem mér hefur dottið í hug,“ sagði hann, „skaltu segja það hreint út. En við Ellen höfum ósköpin öll að gera og þegar hún frétti, að þú værir veik, bauðst hún til að koma og laga matinn. Er það í lagi?“ , Ég sagði: „Mér lízt vel á það,“ og ég meinti það. Eftir það, sem skeð hafði á heimleiðinni nótt- ina áður, hafði ég ekki áhyggjur af henni lengur. Seinna rak hún inn höfuðið til þess að spyrja, hvernig mér liði. Hún sagði: „Þegar ég steiki kjöt í ofni læt ég það brasast vel. Ég HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.