Heimilisritið - 01.09.1957, Page 62

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 62
þess að skilja, hve mjög ég þarfnaðist þín.“ Hann dró mig fastar að sér. „Allt annað í lífi mínu er ófyrirleitin barátta, flá- ræði, undanbrögð. Þú ert hið eina sanna og hreina.“ Ég eldroðnaði í myrkrinu. Sönn! Hrein! Ef hann bara vissi! Ef hann hefði séð mig nokkrum klukkustundum fyrr, hálffulla í faðmi annars manns! Hann hélt áfram. „Fyrst ég er farinn að tala um baráttu, þá get ég sagt þér, að það er orðið all róstusamt á plantekrunni. Einn manna Tanners slóst við einn af okkar mönnum. Var næstum bú- inn að stofna til allsherjar slags- mála. Ég vona bara, að við kom- umst gegnum kosningarnar án þess að nokkur fái rýting í bak- ið.“ „Gerði ég mikið illt af mér með þessu frumhlaupi mínu?“ „Ekki svo mjög. Þó við töpum, átt þú enga sök á því.“ Hann gróf andlitið í hári mínu. „Ef við vinnum, getum við byrjað nýtt líf, trúðu mér.“ Ég trúði honum. Ekki að ég ætti „nýtt líf“ skilið, en á með- an hann vissi ekki um okkur Lonnie, ætlaði ég að láta sem ekkert hefði skeð. Daginn eftir var ég laus við hitann en ég var enn mjög kvef- uð, máttlaus og slæpt. Pete sagði 60 mér að vera kyrr í rúminu. Ég lá þar og hugsaði um það sama aftur og aftur. Hann á ekki kom- ast að því. Hann má aldrei kom- ast að því. Sektartilfinningin lá á mér eins og mara og ég vissi, að það sem eftir var lífs okkar myndi ekki verða byggt á lygi. En ég ætlaði að bæta fyrir brot mitt. Ég ætlaði að vera í einu og öllu eins og hann vildi. Ég ætlaði að taka þátt í störfum verkalýðsfé- lagsins. Ég skyldi vera Vera Snowden og Ellen Hale í einni og sömu persónu. Ég gat gert hvað sem var, verið hvað sem var á meðan Pete hélt áfram að elska mig. Hann kom heim klukkan sex. „Ef þér geðjast ekki að því, sem mér hefur dottið í hug,“ sagði hann, „skaltu segja það hreint út. En við Ellen höfum ósköpin öll að gera og þegar hún frétti, að þú værir veik, bauðst hún til að koma og laga matinn. Er það í lagi?“ , Ég sagði: „Mér lízt vel á það,“ og ég meinti það. Eftir það, sem skeð hafði á heimleiðinni nótt- ina áður, hafði ég ekki áhyggjur af henni lengur. Seinna rak hún inn höfuðið til þess að spyrja, hvernig mér liði. Hún sagði: „Þegar ég steiki kjöt í ofni læt ég það brasast vel. Ég HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.