Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 16

Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 16
Kröfur mæðra til sjálfra sín Erfið börn og hamingjan S tundum fallast manni hend­ur þegar kemur að uppeldi barnanna. Þannig líður mér þessa dagana. Af öllum börnunum mínum á ég eitt sem reynir mest allra á þolrif mín. Hún er sjö ára sjarma­ tröll og orkubolti sem erfði skapgerð­ ina hennar mömmu sinnar. Þetta er í annað sinn á þessum sjö árum sem ég er gjörsamlega ráðþrota. Hinu skiptinu hef ég sagt frá hér í þessum pistlum. Það var um jólin þegar hún var að verða þriggja ára – og fékkst engan veginn til að klæða sig á að­ fangadagskvöld né heldur að setjast við matarborðið með fjölskyldunni (það var kornið sem fyllti mælinni eftir afar krefjandi aðventu sem ein­ kenndist af mótþróaköstum tveggja ára barnsins). Ég hef sem betur fer lært það að ég er ekki góð í öllu. Ég er til dæmis ekki mjög góð í að halda rútínu, ég er ekki flínk í að fara snemma á fætur á morgnana og mér gengur ekki vel að skipuleggja fram í tímann. Þegar upp koma tímabil þegar börnin (lesist: þetta tiltekna barn) verða sérstaklega krefjandi (lesist: óviðráðanlegt) dett ég umsvifalaust í þann fúla pytt að trúa því að það sé al­ farið því að kenna ­ því ég sé svo vond mamma. Ég þreytist ekki að minna mig á hvað ég sé léleg í að halda rútínu (börnin þurfa skipulag), hvað mér finnst erfitt að fara fram úr rúminu á morgnana (ætti að vera búin að öllu áður en börnin vakna) og hvað ég á erfitt með að skipuleggja mig fram í tímann (óvæntir atburðir koma börn­ unum úr jafnvægi). Við foreldrarnir tókum okkur saman fyrir fáeinum vikum og settum upp neyðaráætlun sem okkur hefur tekist nokkuð vel að fylgja eftir. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að koma reglu á háttatímann hafa morgnarnir ekkert skánað. Hver einasti dagur hefst á átökum þó svo að kröfurnar séu þær sömu dag eftir dag: klæða sig, borða morgunmat, bursta tennur og fara í útifötin. Loks gáfumst við upp og ákváðum að leita okkur hjálpar. Ég fór á fund með skólastjórum sem sýndu mér þvílíkan skilning að mér fannst ég ekki lengur óhæf móðir. Þær sögðu mér ennfremur að mæður væru ansi gjarnar á að kenna sér um. Reynsla þeirra væri hins vegar sú að oftast væru mæðurnar að gera flestallt rétt (auðvitað aldrei allt) – sum börn væru einfaldlega meira krefjandi en önnur, hvort sem yfir þau næði einhver grein­ ing, eða ekki. Í framhaldinu fengum við tíma hjá sálfræðingi skólans sem gaf okkur góð ráð og sagðist myndi hefja strax í haust vinnu við að kanna hvort barnið (og foreldrarnir) þyrfti sérstaka hjálp – og þá hvaða. Þegar ég fór að spjalla við eina sam­ starfskonu mína um barnauppeldi eitt hádegið í vikunni komst ég að því að hún hefur átt við svipaða erfiðleika að stríða. Hún fékk aðstoð fyrir barn sitt hjá barnalækni fyrir fáeinum árum og ástandið lagaðist til mikilla muna. Samstarfskona mín hefur ekki séð sér fært að ræða þessa erfiðleika við nokk­ urn mann til þessa. Hún hefur þess í stað burðast með þá tilfinningu að hún sé óhæf móðir. „Mikið er ég fegin að heyra þig segja þetta,“ sagði hún þegar ég lýsti því að ég kenndi eigin annmörkum um hve barnið mitt væri krefjandi. Mæður nú til dags þurfa dálítið að sitja undir því að þær séu sífellt kvart­ andi yfir því hve börnin þeirra séu erfið. Þær séu allt of gjarnar á að grípa til lyfjagjafar og allt of mörg börn séu með hvers kyns greiningar. Ég minni sjálfa mig til að mynda stöðugt á að ömmur mínar áttu mun fleiri börn en ég og unnu jafnframt fulla vinnu með­ fram heimilisstörfum og uppeldi. Ekki kvörtuðu þær undan erfiðum börnum svo ég viti til. En það er ekki það með sagt að börnunum hafi öllum liðið vel. Ömmur okkar þökkuðu eflaust fyrir það eitt að börnin lifðu af enda sjálfar af kynslóð sem alin var upp í skugga mikils ungbarnadauða sem hér var um miðja og ofanverða nítjándu öld. Kröfurnar eru aðrar í dag. Við ger­ um þær kröfur til okkar sem foreldra að búa börnum okkar sem best vega­ nesti út í lífið. Umræðan um einelti er til að mynda hávær og sá varanlegi miski sem börn geta hlotið af þeim völdum. Okkur ber skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin séu hamingjusöm, að þeim líði vel. Við erum komnar lengra en formæður okkar hvað það varðar. Við þurfum sem betur fer ekki að óttast um líf barnanna okkar alla jafna. Þess í stað óttumst við um hamingju þeirra. Og það er skylda okkar – því öðru­ vísi gætum við ekki reynt að stuðla að henni með öllum tiltækum ráðum. Það má tala um erfið börn. Ég hef ekki brugðist sem móðir þótt ég eigi erfiða dóttur. Ég er einfaldlega vak­ andi yfir velferð hennar og hamingju. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Sjónarhóll Af öllum börnunum mínum á ég eitt sem reynir mest allra á þolrif mín. Hún er sjö ára sjarmatröll og orkubolti sem erfði skapgerðina hennar mömmu sinnar. Besti barnamatseðillinn ( í bænum ) 80 ára reynsla í framleiðslu á barnamat! 16 viðhorf Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.