Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 28
Fyrir mér
er að fara
í sálfræði-
tíma jafn
eðlilegt og
að fara út
í búð og
kaupa kók.
hollur borgari
Prófaðu grænmetisborgarann
frá hälsans Kök og finndu hvað
bragðmunurinn er lítill á honum
og venjulegum kjötborgara.
holl og bragðgóð tilbreyting.
iNNihalD
Prótein úr soja (60%) og hveiti (17%).
laukur, jurtaolía, eggjahvítuduft, salt
(1,8%), ger, maltódextrín, trefjar úr ertum,
sterkja, bragðefni, maltextrakt
(bygg).
S
ölvi Tryggvason f jöl-
miðlamaður er nýkom-
inn úr tveggja mánaða
ferð um Asíu. „Ég lagði
upp í þetta ferðalag í aðra
röndina sem andlega vegferð til að
kynnast sjálfum mér enn betur. Ég
fékk allt það sem ég vildi og meira
til út úr ferðinni en á annan hátt en
ég hafði búist við. Ég hélt að lær-
dómurinn yrði alvarlegri en það
besta var að mér fannst ég tengjast
aftur barninu í mér. Mér fannst ég
verða aftur tíu ára þegar ég var í fót-
bolta á ströndinni, á brimbretti og
í göngutúrum. Þegar við fullorðn-
umst hættir okkur til að gleyma að
leika okkur,“ segir Sölvi.
Síðasta áratug hefur hann reynt
að ferðast mikið um heiminn. Alls
hefur hann komið til um þrjátíu
landa en margar ferðirnar hafa ver-
ið heldur stuttar og fannst honum
hann skulda sjálfum sér að fara
í alvöru ferð. Hann fór einn út og
reiknaði allt eins með að vera einn
allan tímann en vinur hann var þó
með honum seinni mánuðinn. Sölvi
fór til Indónesíu, Malasíu, Tælands
og loks til Dubai. Hann segir afar
lærdómsríkt að ferðast einn. „Það
er stórt skref út úr þægindaramm-
anum en er samt svo fljótt að venj-
ast.“ Hann fór sína fyrstu utanlands-
ferð einn árið 2007. Þá var hann í
sambandi og hafði pantað ferð fyrir
tvo. Sambandinu lauk en Sölvi vildi
ekki afbóka ferðina og hélt einn út
í heim. „Það var skrýtið, til dæm-
is að fara í fyrsta skipti einn út að
borða, en eftir að hafa gert þetta
einu sinni þá minnkar meðvirknin
- sérstaklega í útlöndum þar sem
enginn þekkir mig. Ef fólki finnst
undarlegt að ég gangi einn inn í að-
stæður þar sem fólk er oft í pörum
þá er það þeirra vandamál,“ segir
hann, öruggur í eigin skinni.
Lifir minimalísku lífi
Í Asíuferðinni fór hann út fyrir þæg-
indarammann á fleiri vegu, meðal
annars þegar hann fór í fyrsta skipti
í teygjustökk. „Ég er mjög loft-
hræddur þannig að þetta var mjög
ólíkt mér. En þetta var bara ákvörð-
un.“ Hann segir að þetta hafi verið
upplifun en reiknar ekki með að
fara aftur í teygjustökk. „Ég held að
ég þyrfti þá frekar að fara næst í fall-
hlífastökk.“ Það var líka á listanum
að læra á brimbretti sem hann gerði
í ferðinni, hann snorklaði í sjónum,
skoðaði framandi dýr og fór í dans-
tíma bæði zumba og salsa. „Ég fór
til Indónesíu, Malasíu, Tælands og
loks til Dubai. Með því að fara frá
Balí í Indónesíu til Dubaí ertu í raun
að sjá sitthvorn endann á heimin-
um. Í Balí eru allir ofboðslega glað-
legir jafnvel þó fólk væri hreinlega
svangt. Í Dubaí sá maður síðan allt
sem hægt er að gera við peninga.
Ég hef ferðast víða en Indónesía var
alveg sérstök. Þar er alveg yfirmáta
létt orka og stutt í gleðina.“
Eftir öll ferðalögin segist hann
vera búinn að kynnast sjálfum sér
ansi vel. Ég veit að það er kannski
dónalegt en ég spyr hvernig hann
hafi efni á öllum þessum ferðalög-
um. „Ég lifi minimalísku lífi og eyði
mjög litlu almennt. Ég lifi ekki dýrt
þegar kemur að húsnæði, bíl eða
húsgögnum. Ég rek lítinn bíl og
held að ég hafi eytt langstærstum
hluta þeirra peninga sem ég hef átt
aukreitis síðustu tíu ár í ferðalög.“
Hann segist ekki sjá eftir einni
einustu krónu. „Peningum sem þú
eyðir í það sem verður eftir í sjálfum
þér eru peningar sem er vel varið.“
Sölvi er hins vegar þekktur fyrir að
Ögrar sjálfum
sér reglulega
Sölvi Tryggvason reynir að fara út fyrir þægindarammann sem oftast. Hann lagði einn upp í
ferðalag til Asíu sem hann leit á sem andlega vegferð. Sölvi hefur sterkar skoðanir á samfélaginu
og telur 12 spora-kerfi vera hina nýju íslensku þjóðkirkju. Hann er í dag einhleypur og mælir með
því að allir prófi að vera fullorðnir og einhleypir.
28 viðtal Helgin 28.-30. júní 2013